Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 18:45 Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira