Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 18:45 Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira