38 fermetrarnir nýttir til fulls Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 08:00 Sara Björk býr í lítilli vel skipulagðri íbúð í póstnúmeri 105 ásamt kærasta sínum, Ágústi Orra, og hundinum þeirra, Calvin. vísir/ANDRI MARINÓ Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“ Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“
Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira