Vilja loka akstursleið yfir fjölfarna gönguleið hjá World Class Laugum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2017 18:45 Til eru þeir sem vilja koma í veg fyrir þetta, að ökumenn fari yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardal til að komast að þeim bílastæðum sem eru næst líkamsræktarstöð World Class. Vísir/Stefán Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira