Vilja loka akstursleið yfir fjölfarna gönguleið hjá World Class Laugum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2017 18:45 Til eru þeir sem vilja koma í veg fyrir þetta, að ökumenn fari yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardal til að komast að þeim bílastæðum sem eru næst líkamsræktarstöð World Class. Vísir/Stefán Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira