Höfðu dreymt um að vinna með Jack White Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 10:30 Guðbjörgu Tómasdóttur og My Larsdotter höfðu dreymt um að vinna með Jack White. MYND/Jamie goodsell/AFP Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com. Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com.
Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira