Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:01 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli 38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar. Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
38 ára karlmaður, sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur en hún var 16 ára þegar brotin voru framin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl en manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu maí 2015 til september 2015, þegar stúlkan var 16 til 17 ára, haft samræði við hana í allt að 20 skipti og notfært sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart henni. 21 árs aldursmunur er á ákærða og brotaþola.Leit á ákærða sem föðurímyndÍ dómnum, sem gefinn var út 7. júlí síðastliðinn, kemur fram að stúlkan hafi tekið þátt í kristilegu unglingastarfi, sem ákærði og unnusta hans stýrðu. Stúlkan trúði ákærða fyrir miklum erfiðleikum í sínu einkalífi en ákærði tók stúlkuna undir sinn verndarvæng og aðstoðaði á ýmsan hátt, meðal annars með því að afhenda henni lykil að heimili sínu. Með háttsemi sinni er ákærði talinn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni við stúlkuna. Brotaþoli kvaðst enn fremur hafa litið á ákærða sem trúnaðarvin og föðurímynd og að þau hefðu stundað kynlíf í um það bil 20 skipti eftir að hún hafi vanið komur sínar heim til ákærða. Þá segir jafnframt að ákærði hafi ekki skeytt um hvaða afleiðingar háttsemi hans kynni að hafa fyrir brotaþola. Hann hafi lagt alla ábyrgð á brotaþola, sem hafði ekki þroska til þess að gera greinarmun á góðvild eða kynferðislegri misneytingu.Gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða og brotaþola beri í öllum aðalatriðum saman um málsatvik, þ.e. um aðdraganda hinna kynferðislegu samskipta, samskiptin sjálf og hvernig þeim lauk. Þannig er ákærði sakfelldur fyrir ítrekuð og alvarleg brot gegn brotaþola Þá var sérstaklega tekið tillit til háttsemi ákærða eftir að brotin voru framin, svo sem skilaboð hans á Facebook þar sem hann leitaðist við að koma ábyrgð á brotum sínum yfir á brotaþola og hafa áhrif á ákvörðun hennar um að kæra háttsemi hans. Með hliðsjón af því þykir hæfileg refsins ákærða vera óskilorðsbundið fangelsi í eitt og hálft ár. Þá hefur honum einnig verið gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur auk annars málskostnaðar.
Tengdar fréttir Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Stjórnandi í kristilegu unglingastarfi ákærður fyrir kynferðisbrot Karlmaður sem var stjórnandi í kristilegu unglingastarfi hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem sótti starfið. 27. apríl 2017 23:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent