Páll Óskar var gestur Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun en hann ræddi þar meðal annars frumlegt fyrirkomulag á útgáfu fyrrnefndar plötu. Söngvarinn hyggst keyra með allar seldar plötur heim að dyrum til kaupenda en söngvarinn hefur nú fengið 1082 pantanir á borð til sín.
„Þetta verður bara eins og gjörningalistaverk: Páll Óskar heimsækir þúsund hús,“ sagði Páll Óskar kíminn um söluna.
Nýjasta lag Páls Óskars, Líður aðeins betur, var enn fremur frumflutt í þættinum en áhugasamir poppaðdáendur geta hlýtt á lagið í spilaranum hér að neðan á mínútu 4:28. Þá er einnig hægt að horfa á textamyndband Páls Óskars við lagið, sem leit einnig dagsins ljós í morgun.