Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi 1. september 2017 07:00 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. „Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við Fréttablaðið. Héraðssaksóknari ákærði Svein Gest fyrir stórfellda líkamsárás samkvæmt 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga. Brotið getur varðað fangelsi allt að sextán árum þegar bani hlýst af atlögunni. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari bana að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á að framlengja varðhaldið yfir honum til 28. september. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar, að sögn Þorgils. Sveinn Gestur er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Fjórum var fljótlega sleppt og þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, nokkrum vikum síðar eftir að Hæstiréttur neitaði að fallast á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Sveinn Gestur og Jón Trausti voru báðir í einangrun í nokkra daga á meðan gæsluvarðhaldsvist þeirra stóð. Málið var upphaflega rannsakað sem manndráp, líkt og fram kemur í eldri gæsluvarðhaldsúrskurðum, en eins og áður segir hefur saksóknari nú ákveðið að ákæra fyrir stórfellda líkamsárás.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. „Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við Fréttablaðið. Héraðssaksóknari ákærði Svein Gest fyrir stórfellda líkamsárás samkvæmt 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga. Brotið getur varðað fangelsi allt að sextán árum þegar bani hlýst af atlögunni. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari bana að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á að framlengja varðhaldið yfir honum til 28. september. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar, að sögn Þorgils. Sveinn Gestur er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Fjórum var fljótlega sleppt og þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, nokkrum vikum síðar eftir að Hæstiréttur neitaði að fallast á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Sveinn Gestur og Jón Trausti voru báðir í einangrun í nokkra daga á meðan gæsluvarðhaldsvist þeirra stóð. Málið var upphaflega rannsakað sem manndráp, líkt og fram kemur í eldri gæsluvarðhaldsúrskurðum, en eins og áður segir hefur saksóknari nú ákveðið að ákæra fyrir stórfellda líkamsárás.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira