Safna fyrir fjölskyldu unga mannsins sem lést í slysi á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:15 Bjarki Már Guðnason var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á Selfossi í síðustu viku. Vinkona móður hans stendur nú fyrir söfnun til styrktar fjölskyldunni. Vísir/Valli Aðstandendur fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar, sem lést í slysi á Selfossi í síðustu viku, hafa komið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Vinkona móður Bjarka, sem stendur að framtakinu, segir söfnunina til þess gerða að létta undir með fjölskyldunni en gríðarlegur kostnaður getur fylgt láti ástvinar. Bjarki Már var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag í síðustu viku. Bifreið á svæðinu féll af tjakki og ofan á Bjarka sem var undir bifreiðinni. Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn á föstudag.Anna Karen Vigdísardóttir vakti athygli á söfnuninni fyrir fjölskyldu Bjarka Más í dag.Anna Karen Vigdísardóttir„Það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð“Anna Karen Vigdísardóttir er vinkona móður Bjarka Más en maður hennar er auk þess bróðir stjúpföður hans. Anna Karen hleypti af stað söfnun fyrir fjölskylduna í kjölfar slyssins vegna mikils kostnaðar sem fylgir andláti ástvinar. „Þetta er ólýsanlegt og þetta er bara það versta sem getur komið fyrir foreldra. Það er mjög erfitt að horfa upp á þau, foreldrana, í þessum aðstæðum,“ segir Anna Karen í samtali við Vísi. „En maður sér auðvitað hvað er fátt hægt að gera. En það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð. Það er bara ótrúlegur kostnaður sem fylgir þessu.“Finna fyrir miklum stuðningi á SelfossiAnna Karen hefur ekki stofnað sérstakan styrktarreikning heldur leggst peningurinn sem safnast beint inn á reikning móður Bjarka Más. Þá segir Anna Karen að fjölskyldan hafi fundið fyrir miklum stuðningi á Selfossi í kjölfar slyssins en áfallið hefur reynst öllum aðstandendum þungbært. „Hann átti fullt af vinum sem vilja gera allt í heiminum til þess að létta þeim lífið en annars er ekkert hægt að segja, þetta eru bara svolítið þannig aðstæður. Foreldrarnir eru náttúrulega bara ótrúlega ungir, hún er bara 18 ára þegar hún eignast hann. Það bara eru engin orð,“ segir Anna Karen. „Slysin geta gerst alls staðar og ég held að þetta kenni fólki að lífið getur verið mjög stutt.“Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Bjarka Más er bent á reikning söfnunarinnar sem Anna Karen deildi á Facebook-síðu sinni í dag. Allur peningur leggst inn á reikning 0189-26-6500 með kennitölu 151280-4719. Tengdar fréttir Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21 Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27 Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49 Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Aðstandendur fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar, sem lést í slysi á Selfossi í síðustu viku, hafa komið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Vinkona móður Bjarka, sem stendur að framtakinu, segir söfnunina til þess gerða að létta undir með fjölskyldunni en gríðarlegur kostnaður getur fylgt láti ástvinar. Bjarki Már var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag í síðustu viku. Bifreið á svæðinu féll af tjakki og ofan á Bjarka sem var undir bifreiðinni. Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn á föstudag.Anna Karen Vigdísardóttir vakti athygli á söfnuninni fyrir fjölskyldu Bjarka Más í dag.Anna Karen Vigdísardóttir„Það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð“Anna Karen Vigdísardóttir er vinkona móður Bjarka Más en maður hennar er auk þess bróðir stjúpföður hans. Anna Karen hleypti af stað söfnun fyrir fjölskylduna í kjölfar slyssins vegna mikils kostnaðar sem fylgir andláti ástvinar. „Þetta er ólýsanlegt og þetta er bara það versta sem getur komið fyrir foreldra. Það er mjög erfitt að horfa upp á þau, foreldrana, í þessum aðstæðum,“ segir Anna Karen í samtali við Vísi. „En maður sér auðvitað hvað er fátt hægt að gera. En það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð. Það er bara ótrúlegur kostnaður sem fylgir þessu.“Finna fyrir miklum stuðningi á SelfossiAnna Karen hefur ekki stofnað sérstakan styrktarreikning heldur leggst peningurinn sem safnast beint inn á reikning móður Bjarka Más. Þá segir Anna Karen að fjölskyldan hafi fundið fyrir miklum stuðningi á Selfossi í kjölfar slyssins en áfallið hefur reynst öllum aðstandendum þungbært. „Hann átti fullt af vinum sem vilja gera allt í heiminum til þess að létta þeim lífið en annars er ekkert hægt að segja, þetta eru bara svolítið þannig aðstæður. Foreldrarnir eru náttúrulega bara ótrúlega ungir, hún er bara 18 ára þegar hún eignast hann. Það bara eru engin orð,“ segir Anna Karen. „Slysin geta gerst alls staðar og ég held að þetta kenni fólki að lífið getur verið mjög stutt.“Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Bjarka Más er bent á reikning söfnunarinnar sem Anna Karen deildi á Facebook-síðu sinni í dag. Allur peningur leggst inn á reikning 0189-26-6500 með kennitölu 151280-4719.
Tengdar fréttir Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21 Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27 Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49 Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21
Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27
Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49
Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent