Safna fyrir fjölskyldu unga mannsins sem lést í slysi á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:15 Bjarki Már Guðnason var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á Selfossi í síðustu viku. Vinkona móður hans stendur nú fyrir söfnun til styrktar fjölskyldunni. Vísir/Valli Aðstandendur fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar, sem lést í slysi á Selfossi í síðustu viku, hafa komið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Vinkona móður Bjarka, sem stendur að framtakinu, segir söfnunina til þess gerða að létta undir með fjölskyldunni en gríðarlegur kostnaður getur fylgt láti ástvinar. Bjarki Már var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag í síðustu viku. Bifreið á svæðinu féll af tjakki og ofan á Bjarka sem var undir bifreiðinni. Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn á föstudag.Anna Karen Vigdísardóttir vakti athygli á söfnuninni fyrir fjölskyldu Bjarka Más í dag.Anna Karen Vigdísardóttir„Það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð“Anna Karen Vigdísardóttir er vinkona móður Bjarka Más en maður hennar er auk þess bróðir stjúpföður hans. Anna Karen hleypti af stað söfnun fyrir fjölskylduna í kjölfar slyssins vegna mikils kostnaðar sem fylgir andláti ástvinar. „Þetta er ólýsanlegt og þetta er bara það versta sem getur komið fyrir foreldra. Það er mjög erfitt að horfa upp á þau, foreldrana, í þessum aðstæðum,“ segir Anna Karen í samtali við Vísi. „En maður sér auðvitað hvað er fátt hægt að gera. En það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð. Það er bara ótrúlegur kostnaður sem fylgir þessu.“Finna fyrir miklum stuðningi á SelfossiAnna Karen hefur ekki stofnað sérstakan styrktarreikning heldur leggst peningurinn sem safnast beint inn á reikning móður Bjarka Más. Þá segir Anna Karen að fjölskyldan hafi fundið fyrir miklum stuðningi á Selfossi í kjölfar slyssins en áfallið hefur reynst öllum aðstandendum þungbært. „Hann átti fullt af vinum sem vilja gera allt í heiminum til þess að létta þeim lífið en annars er ekkert hægt að segja, þetta eru bara svolítið þannig aðstæður. Foreldrarnir eru náttúrulega bara ótrúlega ungir, hún er bara 18 ára þegar hún eignast hann. Það bara eru engin orð,“ segir Anna Karen. „Slysin geta gerst alls staðar og ég held að þetta kenni fólki að lífið getur verið mjög stutt.“Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Bjarka Más er bent á reikning söfnunarinnar sem Anna Karen deildi á Facebook-síðu sinni í dag. Allur peningur leggst inn á reikning 0189-26-6500 með kennitölu 151280-4719. Tengdar fréttir Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21 Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27 Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49 Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Aðstandendur fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar, sem lést í slysi á Selfossi í síðustu viku, hafa komið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Vinkona móður Bjarka, sem stendur að framtakinu, segir söfnunina til þess gerða að létta undir með fjölskyldunni en gríðarlegur kostnaður getur fylgt láti ástvinar. Bjarki Már var á nítjánda aldursári þegar hann lést í slysi á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag í síðustu viku. Bifreið á svæðinu féll af tjakki og ofan á Bjarka sem var undir bifreiðinni. Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn á föstudag.Anna Karen Vigdísardóttir vakti athygli á söfnuninni fyrir fjölskyldu Bjarka Más í dag.Anna Karen Vigdísardóttir„Það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð“Anna Karen Vigdísardóttir er vinkona móður Bjarka Más en maður hennar er auk þess bróðir stjúpföður hans. Anna Karen hleypti af stað söfnun fyrir fjölskylduna í kjölfar slyssins vegna mikils kostnaðar sem fylgir andláti ástvinar. „Þetta er ólýsanlegt og þetta er bara það versta sem getur komið fyrir foreldra. Það er mjög erfitt að horfa upp á þau, foreldrana, í þessum aðstæðum,“ segir Anna Karen í samtali við Vísi. „En maður sér auðvitað hvað er fátt hægt að gera. En það minnsta sem maður getur gert er að veita smá peningaaðstoð. Það er bara ótrúlegur kostnaður sem fylgir þessu.“Finna fyrir miklum stuðningi á SelfossiAnna Karen hefur ekki stofnað sérstakan styrktarreikning heldur leggst peningurinn sem safnast beint inn á reikning móður Bjarka Más. Þá segir Anna Karen að fjölskyldan hafi fundið fyrir miklum stuðningi á Selfossi í kjölfar slyssins en áfallið hefur reynst öllum aðstandendum þungbært. „Hann átti fullt af vinum sem vilja gera allt í heiminum til þess að létta þeim lífið en annars er ekkert hægt að segja, þetta eru bara svolítið þannig aðstæður. Foreldrarnir eru náttúrulega bara ótrúlega ungir, hún er bara 18 ára þegar hún eignast hann. Það bara eru engin orð,“ segir Anna Karen. „Slysin geta gerst alls staðar og ég held að þetta kenni fólki að lífið getur verið mjög stutt.“Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Bjarka Más er bent á reikning söfnunarinnar sem Anna Karen deildi á Facebook-síðu sinni í dag. Allur peningur leggst inn á reikning 0189-26-6500 með kennitölu 151280-4719.
Tengdar fréttir Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21 Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27 Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49 Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 12. júlí 2017 10:21
Nafn mannsins sem lést eftir slys á Selfossi Klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi. 17. júlí 2017 15:27
Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 15. júlí 2017 11:49
Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. 11. júlí 2017 22:38
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent