Verja á 25 milljónum í æskuslóðir Jóns forseta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Fréttablaðið/Jón Sigurður Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri. Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri.
Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45