Nýtt stjórnarráð á teikniborðinu og hugmyndir kynntar á 100 ára afmæli lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2017 20:00 Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira