Eitrað fyrir heimilisketti á Selfossi: „Hún var svo kvalin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2017 19:35 Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47