„Þetta er svo grimmt“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 21:48 Sema Erla Serdar hefur barist fyrir fjölskyldu Leó sem á að vísa úr landi á morgun. Vísir/Eyþór „Þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, um þriggja manna fjölskyldu sem verður vísað úr landi á morgun. Um er að ræða Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gamall sonur þeirra Leo. Sema segir í samtali við Vísi lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar fyrr í dag þar sem þeim var tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.„Gátu ekki kvatt einn né neinn“ Sema segir að venjulega liggi brottvísunardagur fyrir með nokkurra daga fyrirvara en í þetta skiptið hafi ákvörðunin borið brátt að. „Það var ekki hægt að gera neinar ráðstafanir og þau gátu ekki kvatt einn né neinn,“ segir Sema. Hún segir að unnið hafi verið að endurupptöku á máli þeirra. Hefðu þau vitað að það stæði til að vísa þeim svo brátt úr landi hefðu þau haft hraðari hendur. „Það er það sem kemur svo á óvart í þessu máli,“ segir Sema en hún segir að illa gangi að fá upplýsingar um stöðuna á fjölskyldunni og hvernig standi á þessum vinnubrögðum.Barnshafandi og veik Hún segir stöðuna mjög alvarlega þar sem að konan, Sobo Anwar, sé barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. „Hún átti að mæta til læknis í vikunni. Mér skilst að heilbrigðisstarfsmaður verði á meðal þeirra sem fylgja þeim úr landi. Þannig að þau telja ástandið það alvarlegt að það þurfi heilbrigðisstarfsmann til að fylgjast með henni en ekki nógu alvarlegt til að hún fái að vera hérna og mæta til læknis eins og hún átti að gera.“ Hún segir íslensk yfirvöld vera að vísa fjölskyldunni aftur til Þýskalands samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þar sem þau sóttu fyrst um hæli. Þau höfðu fengið neitun um hæli í Þýskalandi og segir Sema því raunverulega hættu á því að þeim verði send beint til Írans eða Írak, þar sem þau óttast mjög um líf sitt.Flúðu aðstæður í heimalandi Sobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema segir þau hafa orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallin því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og var fyrst sótt um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Sema segir íslensk stjórnvöld ekki mega senda þau aftur til þess ríkis þar sem þau óttast um líf sitt. Ef það fer svo að Þýskaland sendir þau aftur til Írans eða Írak þá séu íslensk stjórnvöld samsek í því að brjóta gegn alþjóðalögum. „Þetta er svo grimmt. Þetta er eins og hálfs árs barn og ófrísk kona veik og það á að senda þau í einhverjar flóttamannabúðir í Þýskalandi. Það er líka hætta á að þau verði bara send beint áfram eins og við höfum séð gerast áður. Þannig að við vitum ekki hver örlög þeirra verða, þetta er hryllingur.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
„Þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, um þriggja manna fjölskyldu sem verður vísað úr landi á morgun. Um er að ræða Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gamall sonur þeirra Leo. Sema segir í samtali við Vísi lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar fyrr í dag þar sem þeim var tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.„Gátu ekki kvatt einn né neinn“ Sema segir að venjulega liggi brottvísunardagur fyrir með nokkurra daga fyrirvara en í þetta skiptið hafi ákvörðunin borið brátt að. „Það var ekki hægt að gera neinar ráðstafanir og þau gátu ekki kvatt einn né neinn,“ segir Sema. Hún segir að unnið hafi verið að endurupptöku á máli þeirra. Hefðu þau vitað að það stæði til að vísa þeim svo brátt úr landi hefðu þau haft hraðari hendur. „Það er það sem kemur svo á óvart í þessu máli,“ segir Sema en hún segir að illa gangi að fá upplýsingar um stöðuna á fjölskyldunni og hvernig standi á þessum vinnubrögðum.Barnshafandi og veik Hún segir stöðuna mjög alvarlega þar sem að konan, Sobo Anwar, sé barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. „Hún átti að mæta til læknis í vikunni. Mér skilst að heilbrigðisstarfsmaður verði á meðal þeirra sem fylgja þeim úr landi. Þannig að þau telja ástandið það alvarlegt að það þurfi heilbrigðisstarfsmann til að fylgjast með henni en ekki nógu alvarlegt til að hún fái að vera hérna og mæta til læknis eins og hún átti að gera.“ Hún segir íslensk yfirvöld vera að vísa fjölskyldunni aftur til Þýskalands samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þar sem þau sóttu fyrst um hæli. Þau höfðu fengið neitun um hæli í Þýskalandi og segir Sema því raunverulega hættu á því að þeim verði send beint til Írans eða Írak, þar sem þau óttast mjög um líf sitt.Flúðu aðstæður í heimalandi Sobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema segir þau hafa orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallin því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og var fyrst sótt um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Sema segir íslensk stjórnvöld ekki mega senda þau aftur til þess ríkis þar sem þau óttast um líf sitt. Ef það fer svo að Þýskaland sendir þau aftur til Írans eða Írak þá séu íslensk stjórnvöld samsek í því að brjóta gegn alþjóðalögum. „Þetta er svo grimmt. Þetta er eins og hálfs árs barn og ófrísk kona veik og það á að senda þau í einhverjar flóttamannabúðir í Þýskalandi. Það er líka hætta á að þau verði bara send beint áfram eins og við höfum séð gerast áður. Þannig að við vitum ekki hver örlög þeirra verða, þetta er hryllingur.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira