Sautján Skagfirðingar missa vinnuna Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Rekstur Háholts kostar um 150 milljónir á ári. vísir/gva Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira