Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Anton Egilsson skrifar 10. desember 2017 11:37 740 karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa skrifað undir yfirlýsinguna. Vísir Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“ MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01