Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetar í fótspor systur sinnar og fer í mál við íslenska ríkið. Vísir/Anton Brink Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar. Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar.
Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03