Markmiðið er að græða eins mikið og hægt er Magnús Guðmundsson skrifar 10. maí 2017 10:00 Atriði úr myndinni Dánarorsök óþekkt eftir Anniken Hoel. Eftir fráfall systur minnar fengum við engar upplýsingar aðrar en þær að dánarorsökin væri óþekkt,“ segir Anniken Hoel, leikstjóri heimildarmyndarinnar Dánarorsök óþekkt. Myndin var frumsýn í Noregi fyrir skömmu og hefur þegar vakið mikið umtal. Systir Anniken féll frá aðeins 35 ára gömul árið 2005 en hún hafði verið á sterkum geðrofslyfjum. „Þetta byrjaði með því að ég fór að skoða lyfin sem hún hafði verið að taka og þá komst ég að því að möguleg aukaverkun væri skyndilegur dauðdagi. Það leiddi mig til stærri rannsóknar á lyfjaiðnaðinum og lyfjasamþykktarkerfi bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Það sem ég er að skoða þar er hvernig þessi iðnaður hefur áhrif á bæði læknavísindin og hugmyndir okkar um það hvað er eðlilegt, hvað er heilbrigt og hvað eru sjúkdómar.“Flókin ábyrgð Anniken bendir á að Noregur hafi í raun takmarkað að segja um það hvaða lyf rati á markað þar í landi heldur stjórnist það af Evrópusambandinu í krafti EES-samningsins. „Aðalvandamálið er þó að rannsóknirnar á lyfjunum eru aðeins framkvæmdar af framleiðendunum sjálfum en ekki eftirlitsaðilum.“ Bæði eftirlitsstofnanir og lyfjaframleiðendur reyndu lengi vel að komast undan því að tala við Anniken við framleiðslu myndarinnar. „Sum þessara fyrirtækja hafa enn ekki fengist til þess að tjá sig en ég hins vegar náði viðtölum við uppljóstrara og talaði einnig við yfirmann Lyfjaeftirlits Evrópu svo dæmi sé tekið. En stóra málið er að það tekur enginn ábyrgð þegar eitthvað fer úrskeiðis vegna þess að það er erfitt að ákvarða hver er í raun ábyrgur þegar einhver deyr af völdum aukaverkana þessara lyfja. Er það læknirinn? Eftirlitsstofnunin? Framleiðandinn? Þetta er í raun mjög flókið.“Anniken Hoel bindur vonir við að myndin verði verðmætt framlag til umræðunnar um geðheilbrigðismál í Noregi og víðar.Ný lyf, ný greining Anniken bendir á að markaðssetningin að baki þessum lyfjum sé í raun gríðarlega viðamikil. „Þetta byrjaði með Prozac snemma á tíunda áratugnum. Allir áttu að vera að éta gleðipillur og á meðan framleiðandinn situr einn að lyfinu, sem hann gerir aðeins í ákveðinn árafjölda, þá er markmiðið að græða eins mikið og hægt er á viðkomandi lyfi. Það þýðir að framleiðendur fara út í að markaðsvæða sjúkdóma. Markaðsvæða þunglyndi til að mynda og fá sem flesta til þess að telja sig vera þunglynda. Eitt af því sem þeir gera er t.d. að láta lækna fá spurningalista til þess að spyrja sína sjúklinga og ef útkoman er þannig þá er viðkomandi auðvitað þunglyndur og verður að fara á lyfið. Þannig að það er búið að ala læknana okkar í að skrifa upp á lyf við allri andlegri vanlíðan. Lyfin sem ég er að fjalla um eru svokölluð geðrofslyf sem eru mikið notuð við ákveðnum geðsjúkdómum og þar á meðal geðhvarfasýki. En vandinn er að lyfjaframleiðendur fóru markvisst í að markaðsvæða geðhvarfasýki og það er ástæðan fyrir því að í lok tíunda áratugarins og upphafi aldarinnar reið yfir mikil bylgja greininga á sjúkdómnum. Ástæðan var að lyfin voru aðeins samþykkt til þess að meðhöndla geðhvarfasýki en ekki þunglyndi og því þurftu fyrirtækin að sjá til þess að greiningarnar breyttust til þess að geta haldið áfram að selja í miklu magni. Þannig að nú voru þeir sem áður höfðu verið þunglyndir greindir með geðhvarfasýki.“Breytingar í nánd Anniken segir að myndin hafi vissulega fengið mikil viðbrögð í Noregi þegar hún var frumsýnd þar fyrir skömmu. „Við höfum fengið frábær viðbrögð og ekki síst frá heilbrigðisstéttum, þar á meðal geðlæknum sem fagna því hvað myndin sýnir fram á. Myndin leitast líka við að sýna hvernig er í raun búið að lyfjavæða samfélagið og markaðsvæðinguna sem liggur að baki. Núna erum við sem samfélag á ákveðnum tímamótum hvað þetta varðar. En ég vona að einkum með framtaki geðheilbrigðisstarfsmanna munum við geta breytt því hvernig við meðhöndlum fólk sem glímir við andleg veikindi. Hér í Noregi setti heilbrigðisráðuneytið til að mynda fram þá kröfu á síðasta ári að öll geðsjúkrahús þyrftu að meðhöndla ákveðinn hluta af sínum sjúklingum án lyfja. Þannig að það er farið að ræða þetta og vinna í þessu með opnari hætti en áður. Það má þó ekki gleyma því að það sem varð til þess að ég fór að gera þessa mynd, fráfall systur minnar af völdum aukaverkana umræddra geðlyfja, er enn að gerast.“ Dánarorsök óþekkt verður sýnd í Bíói Paradís á vegum Geðhjálpar í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Að lokinni sýningu myndarinnar mun Andrew Grant, framleiðandi myndarinnar, svara spurningum áhorfenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. maí. Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Eftir fráfall systur minnar fengum við engar upplýsingar aðrar en þær að dánarorsökin væri óþekkt,“ segir Anniken Hoel, leikstjóri heimildarmyndarinnar Dánarorsök óþekkt. Myndin var frumsýn í Noregi fyrir skömmu og hefur þegar vakið mikið umtal. Systir Anniken féll frá aðeins 35 ára gömul árið 2005 en hún hafði verið á sterkum geðrofslyfjum. „Þetta byrjaði með því að ég fór að skoða lyfin sem hún hafði verið að taka og þá komst ég að því að möguleg aukaverkun væri skyndilegur dauðdagi. Það leiddi mig til stærri rannsóknar á lyfjaiðnaðinum og lyfjasamþykktarkerfi bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Það sem ég er að skoða þar er hvernig þessi iðnaður hefur áhrif á bæði læknavísindin og hugmyndir okkar um það hvað er eðlilegt, hvað er heilbrigt og hvað eru sjúkdómar.“Flókin ábyrgð Anniken bendir á að Noregur hafi í raun takmarkað að segja um það hvaða lyf rati á markað þar í landi heldur stjórnist það af Evrópusambandinu í krafti EES-samningsins. „Aðalvandamálið er þó að rannsóknirnar á lyfjunum eru aðeins framkvæmdar af framleiðendunum sjálfum en ekki eftirlitsaðilum.“ Bæði eftirlitsstofnanir og lyfjaframleiðendur reyndu lengi vel að komast undan því að tala við Anniken við framleiðslu myndarinnar. „Sum þessara fyrirtækja hafa enn ekki fengist til þess að tjá sig en ég hins vegar náði viðtölum við uppljóstrara og talaði einnig við yfirmann Lyfjaeftirlits Evrópu svo dæmi sé tekið. En stóra málið er að það tekur enginn ábyrgð þegar eitthvað fer úrskeiðis vegna þess að það er erfitt að ákvarða hver er í raun ábyrgur þegar einhver deyr af völdum aukaverkana þessara lyfja. Er það læknirinn? Eftirlitsstofnunin? Framleiðandinn? Þetta er í raun mjög flókið.“Anniken Hoel bindur vonir við að myndin verði verðmætt framlag til umræðunnar um geðheilbrigðismál í Noregi og víðar.Ný lyf, ný greining Anniken bendir á að markaðssetningin að baki þessum lyfjum sé í raun gríðarlega viðamikil. „Þetta byrjaði með Prozac snemma á tíunda áratugnum. Allir áttu að vera að éta gleðipillur og á meðan framleiðandinn situr einn að lyfinu, sem hann gerir aðeins í ákveðinn árafjölda, þá er markmiðið að græða eins mikið og hægt er á viðkomandi lyfi. Það þýðir að framleiðendur fara út í að markaðsvæða sjúkdóma. Markaðsvæða þunglyndi til að mynda og fá sem flesta til þess að telja sig vera þunglynda. Eitt af því sem þeir gera er t.d. að láta lækna fá spurningalista til þess að spyrja sína sjúklinga og ef útkoman er þannig þá er viðkomandi auðvitað þunglyndur og verður að fara á lyfið. Þannig að það er búið að ala læknana okkar í að skrifa upp á lyf við allri andlegri vanlíðan. Lyfin sem ég er að fjalla um eru svokölluð geðrofslyf sem eru mikið notuð við ákveðnum geðsjúkdómum og þar á meðal geðhvarfasýki. En vandinn er að lyfjaframleiðendur fóru markvisst í að markaðsvæða geðhvarfasýki og það er ástæðan fyrir því að í lok tíunda áratugarins og upphafi aldarinnar reið yfir mikil bylgja greininga á sjúkdómnum. Ástæðan var að lyfin voru aðeins samþykkt til þess að meðhöndla geðhvarfasýki en ekki þunglyndi og því þurftu fyrirtækin að sjá til þess að greiningarnar breyttust til þess að geta haldið áfram að selja í miklu magni. Þannig að nú voru þeir sem áður höfðu verið þunglyndir greindir með geðhvarfasýki.“Breytingar í nánd Anniken segir að myndin hafi vissulega fengið mikil viðbrögð í Noregi þegar hún var frumsýnd þar fyrir skömmu. „Við höfum fengið frábær viðbrögð og ekki síst frá heilbrigðisstéttum, þar á meðal geðlæknum sem fagna því hvað myndin sýnir fram á. Myndin leitast líka við að sýna hvernig er í raun búið að lyfjavæða samfélagið og markaðsvæðinguna sem liggur að baki. Núna erum við sem samfélag á ákveðnum tímamótum hvað þetta varðar. En ég vona að einkum með framtaki geðheilbrigðisstarfsmanna munum við geta breytt því hvernig við meðhöndlum fólk sem glímir við andleg veikindi. Hér í Noregi setti heilbrigðisráðuneytið til að mynda fram þá kröfu á síðasta ári að öll geðsjúkrahús þyrftu að meðhöndla ákveðinn hluta af sínum sjúklingum án lyfja. Þannig að það er farið að ræða þetta og vinna í þessu með opnari hætti en áður. Það má þó ekki gleyma því að það sem varð til þess að ég fór að gera þessa mynd, fráfall systur minnar af völdum aukaverkana umræddra geðlyfja, er enn að gerast.“ Dánarorsök óþekkt verður sýnd í Bíói Paradís á vegum Geðhjálpar í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Að lokinni sýningu myndarinnar mun Andrew Grant, framleiðandi myndarinnar, svara spurningum áhorfenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. maí.
Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira