Leikarinn Michael Parks látinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:52 Michael Parks. Vísir/Getty Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira