Ítrekaðar ábendingar í fíkniefnasíma lögreglu leiddu til húsleitar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. maí 2017 11:15 Maðurinn á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980 Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm dóm yfir Jónasi James Norris fyrir lyfja- og vopnalagabrot með því að átt í sölu- og dreifingarskyni ákveðið magn af Ritalin og Ritalin Uno og fyrir að geyma mikið magn skotfæra í óæstum hirslum á heimili sínu. Þann 14. janúar árið 2015 framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili Jónasar á grundvelli dómsúrskurðar. Í skýrslu lögreglu segir að Jónasi hafi verið sagt að hann væri grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum og brot á lyfjalögum. Í aðdraganda húsleitarinnar höfðu borist ítrekaðar tilkynningar í fíkniefnasíma lögreglu m að ákærði seldi lyfseðilsskyldu lyfin Ritalin og Ritalin Uno. Við leitina fundust 85 Ritalin töflur í eldhússkáp sem hafði verið skipt í níu smelluláspoka. Níu töflur voru í hverjum poka en fimm í einum þeirra. Þá framvísaði Jónas 15 Ritalin Uno töflum sem hann bar á sér í smelluláspoka. Í eldhússkápnum og í öðru herbergi í húsinu var einnig að finna töluvert af tómum smelluláspokum. Í húsinu fundust skotfæri á ýmsum stöðum, meðal annars í bílskúr, svefnherbergi og svokölluðu hobbyherbergi. Þá fundust einnig haglaskot og riffilskot af ýmsum gerðum, og mikið magn af byssupúðri sem geymt var í stórum dunkum.Hefur hlotið samtals 22 refsidóma Jónas á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1980. Hann hefur hlotið samtals 22 refsidóma, í flestum tilfellum fyrir auðgunarbrot. Hann var dæmdur í Hæstarétti þann 6. febrúar 2014 fyrir sambærileg brot á lyfjalögum, vopnalögum og peningaþvætti. Þá var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir dómi bar Jónas fyrir sig að lyfin hafi verið til einkanota. Að um væri að ræða Ritalin og Ritalin Uno og að hann hefði lengið þurft á þeim að halda og hefði í fyrstu fengið þær hjá lækni en að lögreglan hefði komið í veg fyrir að svo yrði áfram og því aflaði hann taflnanna á annan hátt. Um smelluláspoka sem fundust á heimili hans kvað hann þá hafa verið fyrir skotfæri eingöngu. Hann tók fyrir að selja töflur Honum hefði verið hótað af lögreglu áður og skýri það fyrri sakfellingardóma. Hann kannaðist þó við að skotfærin hefðu verið víðar en í hobbyherberginu. Honum hefði verið kennt á námskeiði að geyma skotfæri ekki í læstum skápum en alla jafna væri herbergið læst og í því væri líka þjófakerfi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í þriggja mánaða fangelsi vegna málsins þann 9. maí 2016 og hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira