Manuela segist hafa misskilið reglurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:40 Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Vísir/Stefán Manuela Ósk Harðardóttir segir að misskilningur á réttarreglum hafi valdið því að hún hafi flutt til Los Angeles með börn sín tvö án samþykkis barnsfeðranna tveggja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manuelu til Vísis vegna fréttar miðilsins fyrr í dag. Þar var greint frá því að dómstóll í Los Angeles hefði komist að þeirri niðurstöðu að Manuela hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja utan með börnin án samþykkis feðranna sem hún deilir forræði með. Manuela segist hafa viðurkennt mistök sín fyrir dómstólnum í Los Angeles og lýst sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis svo greiða mætti úr málinu. Börnin hafi verið sótt í skólann af lögreglu án þess að hún hefði verið upplýst um það. „Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður sendir fyrir hennar hönd. Dómstóllinn í Los Angeles afhenti feðrunum vegabréf barnanna sem flugu heim með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi heim til Íslands og hafa börnin verið hjá móður sinni frá því komið var til Íslands. Manuela hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Þvert á móti sé það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafi verið til þessa. Yfirlýsingu Manuelu í heild sinni 12. maí 2017 Yfirlýsing frá Manuelu Ósk Harðardóttur Í ljósi fréttaflutnings af forræðismáli Manuelu Óskar Harðardóttur, vill undirritaður lögmaður taka eftirfarandi fram: Á sama tíma og það er leitt að deilur um umgengisrétt einstaklinga rati í fjölmiðla, er mikilvægt að staðreyndir málsins liggi ljósar fyrir fyrst málið hefur þangað ratað. Börn Manuelu hafa búið hjá henni frá fæðingu og verið þar með sitt lögheimili. Feður barnanna, hafa haft umgengisrétt við börnin. Árið 2016 bauðst Manuelu námsvist og skólastyrkur til þess að leggja stund á 1 árs meistaranám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Los Angeles, sem hún svo þáði. Barnsfeður hennar voru upplýstir um þessar fyrirætlanir og gerðu við þær engar athugasemdir, til að byrja með. Þegar það fór að styttast í að námið hæfist og búið var að gera ráðstafnir þess efnis komu fram athugasemdir frá barnsfeðrum Manuelu og lögðust þeir gegn því að hún myndi sækja sér nám utan landssteinanna. Þessar athugasemdir komu Manuelu nokkuð á óvart, sér í lagi hvað varðar Grétar Rafn Steinsson, þar sem hann er ekki búsettur á Íslandi og hefur ekki haft mikil afskipti af uppeldinu eða sinnt reglulegri umgengni frá því að samvistum hans og Manuelu lauk þegar dóttir þeirra var 10 vikna gömul. Misskilningur á réttarreglum olli því að Manuela flutti utan með börn sín, þrátt fyrir andstöðu barnsfeðra hennar. Í fyrirtöku hjá dómstól í Los Angeles þann 9. maí sl. samþykkti Manuela að mistök hefðu verið gerð og lýsti sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis til að greiða mætti úr málinu. Þetta var gert eftir að börnin voru sótt í skólann með lögregluvaldi – án þess að nokkurn tíma hafi verið haft samband við umbj. minn. Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar. Ekkert mál er í gangi hjá opinberum aðilum hvað þetta mál varðar, hvorki stjórnvöldum né dómstólum. Tekið skal sérstaklega fram, að á meðan náminu hefur staðið, hafa börnin verið í stöðugum samskiptum við feður sína. Ekkert verið gert af hálfu umbj. míns til þess að draga úr eða tálma með öðrum hætti að feðurnir geti átt í góðum samskiptum við börnin sín – þvert á móti er það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafa verið til þessa. Heppilegast væri ef mál af þessu tagi væru ekki til umfjöllunar, að mati umbj. míns. Manuela biður hins vegar fjölmiðla góðfúslega um nærgætni, kjósi þeir allt að einu að fjalla um þetta mál. Virðingarfyllst, Ómar R. Valdimarsson hdl. Tengdar fréttir Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir segir að misskilningur á réttarreglum hafi valdið því að hún hafi flutt til Los Angeles með börn sín tvö án samþykkis barnsfeðranna tveggja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manuelu til Vísis vegna fréttar miðilsins fyrr í dag. Þar var greint frá því að dómstóll í Los Angeles hefði komist að þeirri niðurstöðu að Manuela hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja utan með börnin án samþykkis feðranna sem hún deilir forræði með. Manuela segist hafa viðurkennt mistök sín fyrir dómstólnum í Los Angeles og lýst sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis svo greiða mætti úr málinu. Börnin hafi verið sótt í skólann af lögreglu án þess að hún hefði verið upplýst um það. „Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður sendir fyrir hennar hönd. Dómstóllinn í Los Angeles afhenti feðrunum vegabréf barnanna sem flugu heim með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi heim til Íslands og hafa börnin verið hjá móður sinni frá því komið var til Íslands. Manuela hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Þvert á móti sé það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafi verið til þessa. Yfirlýsingu Manuelu í heild sinni 12. maí 2017 Yfirlýsing frá Manuelu Ósk Harðardóttur Í ljósi fréttaflutnings af forræðismáli Manuelu Óskar Harðardóttur, vill undirritaður lögmaður taka eftirfarandi fram: Á sama tíma og það er leitt að deilur um umgengisrétt einstaklinga rati í fjölmiðla, er mikilvægt að staðreyndir málsins liggi ljósar fyrir fyrst málið hefur þangað ratað. Börn Manuelu hafa búið hjá henni frá fæðingu og verið þar með sitt lögheimili. Feður barnanna, hafa haft umgengisrétt við börnin. Árið 2016 bauðst Manuelu námsvist og skólastyrkur til þess að leggja stund á 1 árs meistaranám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Los Angeles, sem hún svo þáði. Barnsfeður hennar voru upplýstir um þessar fyrirætlanir og gerðu við þær engar athugasemdir, til að byrja með. Þegar það fór að styttast í að námið hæfist og búið var að gera ráðstafnir þess efnis komu fram athugasemdir frá barnsfeðrum Manuelu og lögðust þeir gegn því að hún myndi sækja sér nám utan landssteinanna. Þessar athugasemdir komu Manuelu nokkuð á óvart, sér í lagi hvað varðar Grétar Rafn Steinsson, þar sem hann er ekki búsettur á Íslandi og hefur ekki haft mikil afskipti af uppeldinu eða sinnt reglulegri umgengni frá því að samvistum hans og Manuelu lauk þegar dóttir þeirra var 10 vikna gömul. Misskilningur á réttarreglum olli því að Manuela flutti utan með börn sín, þrátt fyrir andstöðu barnsfeðra hennar. Í fyrirtöku hjá dómstól í Los Angeles þann 9. maí sl. samþykkti Manuela að mistök hefðu verið gerð og lýsti sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis til að greiða mætti úr málinu. Þetta var gert eftir að börnin voru sótt í skólann með lögregluvaldi – án þess að nokkurn tíma hafi verið haft samband við umbj. minn. Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar. Ekkert mál er í gangi hjá opinberum aðilum hvað þetta mál varðar, hvorki stjórnvöldum né dómstólum. Tekið skal sérstaklega fram, að á meðan náminu hefur staðið, hafa börnin verið í stöðugum samskiptum við feður sína. Ekkert verið gert af hálfu umbj. míns til þess að draga úr eða tálma með öðrum hætti að feðurnir geti átt í góðum samskiptum við börnin sín – þvert á móti er það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafa verið til þessa. Heppilegast væri ef mál af þessu tagi væru ekki til umfjöllunar, að mati umbj. míns. Manuela biður hins vegar fjölmiðla góðfúslega um nærgætni, kjósi þeir allt að einu að fjalla um þetta mál. Virðingarfyllst, Ómar R. Valdimarsson hdl.
Tengdar fréttir Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15