„Oft þurftum við að taka langar pásur til að leika, gefa, skipta á og knúsa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2017 09:00 Olga Helena og Eyrún Anna með strákana sína. Antonía Lárusdóttir Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir hönnuðu bók og stofnuðu netverslun í fæðingarorlofinu sínu með drengina sína sér við hlið. Þær segja að krílin hafi gert verkefnið meira krefjandi en eru ótrúlega ánægðar með viðtökurnar. Eyrún Anna og Olga kynntust í Árbæjarskóla fyrir 13 árum og hafa verið vinkonur síðan. „Hugmyndin varð til þegar við vorum báðar óléttar á sama tíma og fórum í verslunarleiðangur til að finna bók sem hægt væri að skrifa í öll litlu kraftaverkin sem gaman væri að varðveita. Við fórum í margar bókabúðir og skoðuðum bæði íslenskar og erlendar bækur en fundum enga eins og við vildum hafa hana. Við ákváðum því að fara heim, opna Word í tölvunni og búa til okkar eigin bók,“ segir Eyrún Anna í samtali við Vísi.Oft erfitt að vinna með tvo fjöruga strákaStelpurnar byrjuðu sitt hönnunarferli á því að skoða mikið af bókum og fengu þar ýmsar hugmyndir. „Því næst ræddum við við foreldra og verðandi foreldra um hvað þeim þótti vera mikilvægt að kæmi fram í bókinni. Við vildum gulltryggja að gleyma ekki einhverju og vildum vanda til verka þegar kom að innihaldinu í bókinni. Næst var að ákveða hvernig bókin ætti að líta út. Við höfðum samband við Laufeyju Hlín sem er frábær teiknari og teiknaði hún fyrir okkur fallegar myndir. Við fengum síðan grafískan hönnuð til að setja bókina saman. Við vildum að kápan væri bólstruð og að bókin sjálf væri í alla staða falleg hönnun.“ Þær skemmtu sér mjög vel við gerð bókarinnar en þar sem þær voru báðar með lítið kríli þá tóku þær sér góðan tíma í þetta ferli. „Við höfum verið að hanna vöruna, laga, breyta og bæta í tæplega ár. Þannig það má segja að allt ferlið tók sinn tíma. Annað sem gat verið erfitt á köflum var að vinna í bókinni með tvo litla fjöruga stráka. Oft þurftum við að taka langar pásur til að leika, gefa, skipta á og knúsa.“ Eyrún segir að hún hafi sjálf verið með miklar kröfur fyrir bók sem þessa en þeirra útgáfa innihaldi allt sem þurfi og sé þar að auki ótrúlega falleg. Sjálf er hún með bók sonar síns uppstillta uppi í hillu. „Í bókinni eru innfyllingar og nóg pláss fyrir myndir til að setja inn. Aftast er síðan auka vasi til að setja í eitthvað annað eins og fleiri myndir, afmæliskort, fæðingararmband eða hvað sem er. Í bókinni eru kaflar eins og meðgangan, babyshower, nafngiftin, fæðingin, fyrsta nóttin heima, merkisatburður, fjölskyldutré, allir mánuðirnir og eins árs afmælið.“ Von verslunVarðveitir minningarnar alla æviÞegar bókin var tilbúin tóku vinkonurnar næsta skref og opnuðu Facebook síðu fyrir verslunina sína. „Von er verslun sem mun bjóða uppá á allskonar fallegar hönnunarvörur. Fyrsta varan okkar er bókin Minningar - Fyrsta ár barnsins. Þessi bók hjálpar okkur að varðveita öll kraftaverkin sem verða í lífi barns á fyrsta árinu. Minningar sem við viljum varðveita alla ævi.“ Bók stúlknanna er væntanleg núna um mánaðarmótin en Eyrún segir að þær hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð. „Lokaútkoman var akkúrat eins og við vildum. Draumabókin okkar varð að veruleika. Fólk er að senda okkur falleg skilaboð og viðbrögðin hafa einungis verið jákvæð. Við erum strax búnar að panta aðra sendingu. Við erum strax byrjaðar að vinna að næstu vöru og mun hún koma á markað á næstu mánuðumErfiðast að byrjaTheodór sonur Eyrúnar Önnu fæddist 31 desember 2016 og hún segir að móðurhlutverkið hafi breytt sér.„Ég vil vera enn betri útgáfa af sjálfri mér. Það er eins og maður fái aukinn metnað til að standa sig á öllu leiti. Ég vil gera allt til að vera góð og sterk fyrirmynd fyrir Theodór. Ég vil að hann hafi trú á sér og elti drauma sína og má í raun og veru þakka honum fyrir að ég hafi látið verða að bókinni.“ Áður en Eyrún Anna fór í fæðingarorlof var hún í meistaranámi í Barcelona þar sem hún lærði markaðsfræði með áherslu á stjórnun. Hún er ótrúlega spennt yfir því að vera komin með eigin rekstur. „Það geta allir fengið góðar hugmyndir en að fá hugmynd en að hrinda henni í framkvæmd er að mínu mati það erfiðasta.“ Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir hönnuðu bók og stofnuðu netverslun í fæðingarorlofinu sínu með drengina sína sér við hlið. Þær segja að krílin hafi gert verkefnið meira krefjandi en eru ótrúlega ánægðar með viðtökurnar. Eyrún Anna og Olga kynntust í Árbæjarskóla fyrir 13 árum og hafa verið vinkonur síðan. „Hugmyndin varð til þegar við vorum báðar óléttar á sama tíma og fórum í verslunarleiðangur til að finna bók sem hægt væri að skrifa í öll litlu kraftaverkin sem gaman væri að varðveita. Við fórum í margar bókabúðir og skoðuðum bæði íslenskar og erlendar bækur en fundum enga eins og við vildum hafa hana. Við ákváðum því að fara heim, opna Word í tölvunni og búa til okkar eigin bók,“ segir Eyrún Anna í samtali við Vísi.Oft erfitt að vinna með tvo fjöruga strákaStelpurnar byrjuðu sitt hönnunarferli á því að skoða mikið af bókum og fengu þar ýmsar hugmyndir. „Því næst ræddum við við foreldra og verðandi foreldra um hvað þeim þótti vera mikilvægt að kæmi fram í bókinni. Við vildum gulltryggja að gleyma ekki einhverju og vildum vanda til verka þegar kom að innihaldinu í bókinni. Næst var að ákveða hvernig bókin ætti að líta út. Við höfðum samband við Laufeyju Hlín sem er frábær teiknari og teiknaði hún fyrir okkur fallegar myndir. Við fengum síðan grafískan hönnuð til að setja bókina saman. Við vildum að kápan væri bólstruð og að bókin sjálf væri í alla staða falleg hönnun.“ Þær skemmtu sér mjög vel við gerð bókarinnar en þar sem þær voru báðar með lítið kríli þá tóku þær sér góðan tíma í þetta ferli. „Við höfum verið að hanna vöruna, laga, breyta og bæta í tæplega ár. Þannig það má segja að allt ferlið tók sinn tíma. Annað sem gat verið erfitt á köflum var að vinna í bókinni með tvo litla fjöruga stráka. Oft þurftum við að taka langar pásur til að leika, gefa, skipta á og knúsa.“ Eyrún segir að hún hafi sjálf verið með miklar kröfur fyrir bók sem þessa en þeirra útgáfa innihaldi allt sem þurfi og sé þar að auki ótrúlega falleg. Sjálf er hún með bók sonar síns uppstillta uppi í hillu. „Í bókinni eru innfyllingar og nóg pláss fyrir myndir til að setja inn. Aftast er síðan auka vasi til að setja í eitthvað annað eins og fleiri myndir, afmæliskort, fæðingararmband eða hvað sem er. Í bókinni eru kaflar eins og meðgangan, babyshower, nafngiftin, fæðingin, fyrsta nóttin heima, merkisatburður, fjölskyldutré, allir mánuðirnir og eins árs afmælið.“ Von verslunVarðveitir minningarnar alla æviÞegar bókin var tilbúin tóku vinkonurnar næsta skref og opnuðu Facebook síðu fyrir verslunina sína. „Von er verslun sem mun bjóða uppá á allskonar fallegar hönnunarvörur. Fyrsta varan okkar er bókin Minningar - Fyrsta ár barnsins. Þessi bók hjálpar okkur að varðveita öll kraftaverkin sem verða í lífi barns á fyrsta árinu. Minningar sem við viljum varðveita alla ævi.“ Bók stúlknanna er væntanleg núna um mánaðarmótin en Eyrún segir að þær hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð. „Lokaútkoman var akkúrat eins og við vildum. Draumabókin okkar varð að veruleika. Fólk er að senda okkur falleg skilaboð og viðbrögðin hafa einungis verið jákvæð. Við erum strax búnar að panta aðra sendingu. Við erum strax byrjaðar að vinna að næstu vöru og mun hún koma á markað á næstu mánuðumErfiðast að byrjaTheodór sonur Eyrúnar Önnu fæddist 31 desember 2016 og hún segir að móðurhlutverkið hafi breytt sér.„Ég vil vera enn betri útgáfa af sjálfri mér. Það er eins og maður fái aukinn metnað til að standa sig á öllu leiti. Ég vil gera allt til að vera góð og sterk fyrirmynd fyrir Theodór. Ég vil að hann hafi trú á sér og elti drauma sína og má í raun og veru þakka honum fyrir að ég hafi látið verða að bókinni.“ Áður en Eyrún Anna fór í fæðingarorlof var hún í meistaranámi í Barcelona þar sem hún lærði markaðsfræði með áherslu á stjórnun. Hún er ótrúlega spennt yfir því að vera komin með eigin rekstur. „Það geta allir fengið góðar hugmyndir en að fá hugmynd en að hrinda henni í framkvæmd er að mínu mati það erfiðasta.“
Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira