Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 20:30 Það eru margir sem muna eftir öllum barnastjörnunum á þessum lista en stóra spurningin er: Hvar eru þau núna? Við erum með svarið.Matthew Lawrence.Lék á móti Williams Það muna eflaust margir eftir Chris úr kvikmyndinni Mrs Doubtfire, þar sem leikarinn sálugi Robin Williams fór á kostum. Chris var leikinn af Matthew Lawrence, sem var aðeins þrettán ára þegar hann lék á móti grínaranum í þessari skemmtilegu fjölskyldumynd. Í dag er Matthew 36 ára og enn að leika, þó lítið fari fyrir honum. Síðustu ár hefur hann til dæmis sést í sjónvarpsþáttunum Melissa & Joey og Girl Meets World og kvikmyndunum My Santa og Of Silence. Matthew er kærasti dansarans Cheryl Burke.Olivia Olson.Stúlkan sem fangar hjörtu Mörg hjörtu tóku kipp þegar litli snáðinn Sam í Love Actually lærði á trommur til að heilla draumastelpuna sína Joönnu. Joanna þessi var leikin af Oliviu Olson, sem var tíu ára þegar myndin var tekin upp. Olivia er í dag 23ja ára og býr í Los Angeles. Hún er enn að leika en hefur meira einbeitt sér að því að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis The Powerpuff Girls og Phineas and Ferb.Það er líf eftir Beðmál í borginni Sjónvarpsþættirnir Sex and the City, eða Beðmál í borginni, nutu gríðarlegra vinsælda báðum megin við tíunda áratug síðustu aldar. Ein af stjörnum þáttanna var drengurinn Brady Hobbes, sonur hinnar metnaðargjörnu Miröndu Hobbes. Átta ár eru síðan leikarinn Joseph Pupo túlkaði Brady síðast og nú er hann aldeilis búinn að fullorðnast. Hann lék í grínauglýsingu fyrir stuttu sem má sjá hér fyrir neðan, en annars hefur hann lítið gert í leiklistinni síðan Beðmálin lögðu upp laupana.Jonathan Taylor Thomas.Settist á skólabekk Þeir sem ólust upp á níunda áratug síðustu aldar geta ekki annað en munað eftir þáttunum Handlaginn heimilisfaðir, eða Home Improvement. Þá eru einnig yfirgnæfandi líkur á því að einhver þarna úti hafi verið skotin/n í sjarmatröllinu Jonathan Taylor Thomas sem lék miðjusoninn Randy í þáttunum. Jonathan hefur minna verið í leiklistinni síðustu ár, en hefur frekar kosið að sitja á skólabekk, til dæmis í Harvard, Columbia og St. Andrews. Hann hefur þó sést í sjónvarpinu, nánar tiltekið í Last Man Standing.Anna Chlumsky.Hver getur gleymt Önnu? Það er eiginlega ekki hægt að gleyma frammistöðu Önnu Chlumsky í kvikmyndinni My Girl frá árinu 1991. Þar lék hún hina yndislegu Vödu sem Thomas, sem leikinn var af Macaulay Culkin, var skotinn í. Hún fékk meira að segja tilnefningu til MTV-kvikmyndaverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Anna hefur leikið talsvert síðan 1991 og fer núna með hlutverk í sjónvarpsþættinum Veep. Þá hefur hún einnig komið fyrir í Law & Order: Special Victims Unit og Hannibal.Freddie Highmore.Súkkulaðistrákurinn Freddie Highmore nældi sér svo sannarlega í gylltan miða árið 2005 þegar hann var valinn til að leika Charlie í útgáfu Tim Burtons af Charlie & the Chocolate Factory. Þá var hann aðeins 13 ára og lék á móti stórstjönunni Johnny Depp. Freddie hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið í lífinu og er enn að leika. Flestir muna kannski eftir honum sem Norman Bates í sjónvarpsþáttunum Bates Motel en hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum The Journey og Almost Friends svo eitthvað sé nefnt.Georgie Henley.Fyrsta hlutverkið Litla krúttið Lucy Pevensie í Narníumyndunum var túlkað af ungu leikkonunni Georgie Henley. Georgie hafði aldrei leikið áður þegar hún blómstraði í hlutverki Lucy í The Chronicles of Narnia árið 2005 en stóð sig með stakri prýði. Georgie nemur nú ensku við Cambridge háskóla og er að skrifa og leikstýra sinni eigin stuttmynd sem heitir TIDE.Mara Wilson.Hætt í bransanum Barnastjarnan Mara Wilson heillaði leikarann Danny DeVito uppúr skónum með frammistöðu sinni í Mrs Doubtfire og Miracle on 34th Street. Í framhaldinu hjálpaði hann henni að landa hlutverki í kvikmyndinni Matilda frá árinu 1996. Mara fangaði hjörtu heimsbyggðarinnar í því hlutverki og fundu margir til með henni. En Mara hætti að leika árið 2000 því hún vildi fá aðra útrás fyrir sköpunargáfu sína. Hún vinnur nú í útgáfubransanum og vonast til að geta bráðlega gefið út sína eigin skáldsögu. Einu sinni var... Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fleiri fréttir „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Sjá meira
Það eru margir sem muna eftir öllum barnastjörnunum á þessum lista en stóra spurningin er: Hvar eru þau núna? Við erum með svarið.Matthew Lawrence.Lék á móti Williams Það muna eflaust margir eftir Chris úr kvikmyndinni Mrs Doubtfire, þar sem leikarinn sálugi Robin Williams fór á kostum. Chris var leikinn af Matthew Lawrence, sem var aðeins þrettán ára þegar hann lék á móti grínaranum í þessari skemmtilegu fjölskyldumynd. Í dag er Matthew 36 ára og enn að leika, þó lítið fari fyrir honum. Síðustu ár hefur hann til dæmis sést í sjónvarpsþáttunum Melissa & Joey og Girl Meets World og kvikmyndunum My Santa og Of Silence. Matthew er kærasti dansarans Cheryl Burke.Olivia Olson.Stúlkan sem fangar hjörtu Mörg hjörtu tóku kipp þegar litli snáðinn Sam í Love Actually lærði á trommur til að heilla draumastelpuna sína Joönnu. Joanna þessi var leikin af Oliviu Olson, sem var tíu ára þegar myndin var tekin upp. Olivia er í dag 23ja ára og býr í Los Angeles. Hún er enn að leika en hefur meira einbeitt sér að því að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis The Powerpuff Girls og Phineas and Ferb.Það er líf eftir Beðmál í borginni Sjónvarpsþættirnir Sex and the City, eða Beðmál í borginni, nutu gríðarlegra vinsælda báðum megin við tíunda áratug síðustu aldar. Ein af stjörnum þáttanna var drengurinn Brady Hobbes, sonur hinnar metnaðargjörnu Miröndu Hobbes. Átta ár eru síðan leikarinn Joseph Pupo túlkaði Brady síðast og nú er hann aldeilis búinn að fullorðnast. Hann lék í grínauglýsingu fyrir stuttu sem má sjá hér fyrir neðan, en annars hefur hann lítið gert í leiklistinni síðan Beðmálin lögðu upp laupana.Jonathan Taylor Thomas.Settist á skólabekk Þeir sem ólust upp á níunda áratug síðustu aldar geta ekki annað en munað eftir þáttunum Handlaginn heimilisfaðir, eða Home Improvement. Þá eru einnig yfirgnæfandi líkur á því að einhver þarna úti hafi verið skotin/n í sjarmatröllinu Jonathan Taylor Thomas sem lék miðjusoninn Randy í þáttunum. Jonathan hefur minna verið í leiklistinni síðustu ár, en hefur frekar kosið að sitja á skólabekk, til dæmis í Harvard, Columbia og St. Andrews. Hann hefur þó sést í sjónvarpinu, nánar tiltekið í Last Man Standing.Anna Chlumsky.Hver getur gleymt Önnu? Það er eiginlega ekki hægt að gleyma frammistöðu Önnu Chlumsky í kvikmyndinni My Girl frá árinu 1991. Þar lék hún hina yndislegu Vödu sem Thomas, sem leikinn var af Macaulay Culkin, var skotinn í. Hún fékk meira að segja tilnefningu til MTV-kvikmyndaverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Anna hefur leikið talsvert síðan 1991 og fer núna með hlutverk í sjónvarpsþættinum Veep. Þá hefur hún einnig komið fyrir í Law & Order: Special Victims Unit og Hannibal.Freddie Highmore.Súkkulaðistrákurinn Freddie Highmore nældi sér svo sannarlega í gylltan miða árið 2005 þegar hann var valinn til að leika Charlie í útgáfu Tim Burtons af Charlie & the Chocolate Factory. Þá var hann aðeins 13 ára og lék á móti stórstjönunni Johnny Depp. Freddie hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið í lífinu og er enn að leika. Flestir muna kannski eftir honum sem Norman Bates í sjónvarpsþáttunum Bates Motel en hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum The Journey og Almost Friends svo eitthvað sé nefnt.Georgie Henley.Fyrsta hlutverkið Litla krúttið Lucy Pevensie í Narníumyndunum var túlkað af ungu leikkonunni Georgie Henley. Georgie hafði aldrei leikið áður þegar hún blómstraði í hlutverki Lucy í The Chronicles of Narnia árið 2005 en stóð sig með stakri prýði. Georgie nemur nú ensku við Cambridge háskóla og er að skrifa og leikstýra sinni eigin stuttmynd sem heitir TIDE.Mara Wilson.Hætt í bransanum Barnastjarnan Mara Wilson heillaði leikarann Danny DeVito uppúr skónum með frammistöðu sinni í Mrs Doubtfire og Miracle on 34th Street. Í framhaldinu hjálpaði hann henni að landa hlutverki í kvikmyndinni Matilda frá árinu 1996. Mara fangaði hjörtu heimsbyggðarinnar í því hlutverki og fundu margir til með henni. En Mara hætti að leika árið 2000 því hún vildi fá aðra útrás fyrir sköpunargáfu sína. Hún vinnur nú í útgáfubransanum og vonast til að geta bráðlega gefið út sína eigin skáldsögu.
Einu sinni var... Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fleiri fréttir „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Sjá meira