Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 20:30 Það eru margir sem muna eftir öllum barnastjörnunum á þessum lista en stóra spurningin er: Hvar eru þau núna? Við erum með svarið.Matthew Lawrence.Lék á móti Williams Það muna eflaust margir eftir Chris úr kvikmyndinni Mrs Doubtfire, þar sem leikarinn sálugi Robin Williams fór á kostum. Chris var leikinn af Matthew Lawrence, sem var aðeins þrettán ára þegar hann lék á móti grínaranum í þessari skemmtilegu fjölskyldumynd. Í dag er Matthew 36 ára og enn að leika, þó lítið fari fyrir honum. Síðustu ár hefur hann til dæmis sést í sjónvarpsþáttunum Melissa & Joey og Girl Meets World og kvikmyndunum My Santa og Of Silence. Matthew er kærasti dansarans Cheryl Burke.Olivia Olson.Stúlkan sem fangar hjörtu Mörg hjörtu tóku kipp þegar litli snáðinn Sam í Love Actually lærði á trommur til að heilla draumastelpuna sína Joönnu. Joanna þessi var leikin af Oliviu Olson, sem var tíu ára þegar myndin var tekin upp. Olivia er í dag 23ja ára og býr í Los Angeles. Hún er enn að leika en hefur meira einbeitt sér að því að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis The Powerpuff Girls og Phineas and Ferb.Það er líf eftir Beðmál í borginni Sjónvarpsþættirnir Sex and the City, eða Beðmál í borginni, nutu gríðarlegra vinsælda báðum megin við tíunda áratug síðustu aldar. Ein af stjörnum þáttanna var drengurinn Brady Hobbes, sonur hinnar metnaðargjörnu Miröndu Hobbes. Átta ár eru síðan leikarinn Joseph Pupo túlkaði Brady síðast og nú er hann aldeilis búinn að fullorðnast. Hann lék í grínauglýsingu fyrir stuttu sem má sjá hér fyrir neðan, en annars hefur hann lítið gert í leiklistinni síðan Beðmálin lögðu upp laupana.Jonathan Taylor Thomas.Settist á skólabekk Þeir sem ólust upp á níunda áratug síðustu aldar geta ekki annað en munað eftir þáttunum Handlaginn heimilisfaðir, eða Home Improvement. Þá eru einnig yfirgnæfandi líkur á því að einhver þarna úti hafi verið skotin/n í sjarmatröllinu Jonathan Taylor Thomas sem lék miðjusoninn Randy í þáttunum. Jonathan hefur minna verið í leiklistinni síðustu ár, en hefur frekar kosið að sitja á skólabekk, til dæmis í Harvard, Columbia og St. Andrews. Hann hefur þó sést í sjónvarpinu, nánar tiltekið í Last Man Standing.Anna Chlumsky.Hver getur gleymt Önnu? Það er eiginlega ekki hægt að gleyma frammistöðu Önnu Chlumsky í kvikmyndinni My Girl frá árinu 1991. Þar lék hún hina yndislegu Vödu sem Thomas, sem leikinn var af Macaulay Culkin, var skotinn í. Hún fékk meira að segja tilnefningu til MTV-kvikmyndaverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Anna hefur leikið talsvert síðan 1991 og fer núna með hlutverk í sjónvarpsþættinum Veep. Þá hefur hún einnig komið fyrir í Law & Order: Special Victims Unit og Hannibal.Freddie Highmore.Súkkulaðistrákurinn Freddie Highmore nældi sér svo sannarlega í gylltan miða árið 2005 þegar hann var valinn til að leika Charlie í útgáfu Tim Burtons af Charlie & the Chocolate Factory. Þá var hann aðeins 13 ára og lék á móti stórstjönunni Johnny Depp. Freddie hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið í lífinu og er enn að leika. Flestir muna kannski eftir honum sem Norman Bates í sjónvarpsþáttunum Bates Motel en hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum The Journey og Almost Friends svo eitthvað sé nefnt.Georgie Henley.Fyrsta hlutverkið Litla krúttið Lucy Pevensie í Narníumyndunum var túlkað af ungu leikkonunni Georgie Henley. Georgie hafði aldrei leikið áður þegar hún blómstraði í hlutverki Lucy í The Chronicles of Narnia árið 2005 en stóð sig með stakri prýði. Georgie nemur nú ensku við Cambridge háskóla og er að skrifa og leikstýra sinni eigin stuttmynd sem heitir TIDE.Mara Wilson.Hætt í bransanum Barnastjarnan Mara Wilson heillaði leikarann Danny DeVito uppúr skónum með frammistöðu sinni í Mrs Doubtfire og Miracle on 34th Street. Í framhaldinu hjálpaði hann henni að landa hlutverki í kvikmyndinni Matilda frá árinu 1996. Mara fangaði hjörtu heimsbyggðarinnar í því hlutverki og fundu margir til með henni. En Mara hætti að leika árið 2000 því hún vildi fá aðra útrás fyrir sköpunargáfu sína. Hún vinnur nú í útgáfubransanum og vonast til að geta bráðlega gefið út sína eigin skáldsögu. Einu sinni var... Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
Það eru margir sem muna eftir öllum barnastjörnunum á þessum lista en stóra spurningin er: Hvar eru þau núna? Við erum með svarið.Matthew Lawrence.Lék á móti Williams Það muna eflaust margir eftir Chris úr kvikmyndinni Mrs Doubtfire, þar sem leikarinn sálugi Robin Williams fór á kostum. Chris var leikinn af Matthew Lawrence, sem var aðeins þrettán ára þegar hann lék á móti grínaranum í þessari skemmtilegu fjölskyldumynd. Í dag er Matthew 36 ára og enn að leika, þó lítið fari fyrir honum. Síðustu ár hefur hann til dæmis sést í sjónvarpsþáttunum Melissa & Joey og Girl Meets World og kvikmyndunum My Santa og Of Silence. Matthew er kærasti dansarans Cheryl Burke.Olivia Olson.Stúlkan sem fangar hjörtu Mörg hjörtu tóku kipp þegar litli snáðinn Sam í Love Actually lærði á trommur til að heilla draumastelpuna sína Joönnu. Joanna þessi var leikin af Oliviu Olson, sem var tíu ára þegar myndin var tekin upp. Olivia er í dag 23ja ára og býr í Los Angeles. Hún er enn að leika en hefur meira einbeitt sér að því að lesa inn á teiknimyndir, til dæmis The Powerpuff Girls og Phineas and Ferb.Það er líf eftir Beðmál í borginni Sjónvarpsþættirnir Sex and the City, eða Beðmál í borginni, nutu gríðarlegra vinsælda báðum megin við tíunda áratug síðustu aldar. Ein af stjörnum þáttanna var drengurinn Brady Hobbes, sonur hinnar metnaðargjörnu Miröndu Hobbes. Átta ár eru síðan leikarinn Joseph Pupo túlkaði Brady síðast og nú er hann aldeilis búinn að fullorðnast. Hann lék í grínauglýsingu fyrir stuttu sem má sjá hér fyrir neðan, en annars hefur hann lítið gert í leiklistinni síðan Beðmálin lögðu upp laupana.Jonathan Taylor Thomas.Settist á skólabekk Þeir sem ólust upp á níunda áratug síðustu aldar geta ekki annað en munað eftir þáttunum Handlaginn heimilisfaðir, eða Home Improvement. Þá eru einnig yfirgnæfandi líkur á því að einhver þarna úti hafi verið skotin/n í sjarmatröllinu Jonathan Taylor Thomas sem lék miðjusoninn Randy í þáttunum. Jonathan hefur minna verið í leiklistinni síðustu ár, en hefur frekar kosið að sitja á skólabekk, til dæmis í Harvard, Columbia og St. Andrews. Hann hefur þó sést í sjónvarpinu, nánar tiltekið í Last Man Standing.Anna Chlumsky.Hver getur gleymt Önnu? Það er eiginlega ekki hægt að gleyma frammistöðu Önnu Chlumsky í kvikmyndinni My Girl frá árinu 1991. Þar lék hún hina yndislegu Vödu sem Thomas, sem leikinn var af Macaulay Culkin, var skotinn í. Hún fékk meira að segja tilnefningu til MTV-kvikmyndaverðlaunanna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Anna hefur leikið talsvert síðan 1991 og fer núna með hlutverk í sjónvarpsþættinum Veep. Þá hefur hún einnig komið fyrir í Law & Order: Special Victims Unit og Hannibal.Freddie Highmore.Súkkulaðistrákurinn Freddie Highmore nældi sér svo sannarlega í gylltan miða árið 2005 þegar hann var valinn til að leika Charlie í útgáfu Tim Burtons af Charlie & the Chocolate Factory. Þá var hann aðeins 13 ára og lék á móti stórstjönunni Johnny Depp. Freddie hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið í lífinu og er enn að leika. Flestir muna kannski eftir honum sem Norman Bates í sjónvarpsþáttunum Bates Motel en hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum The Journey og Almost Friends svo eitthvað sé nefnt.Georgie Henley.Fyrsta hlutverkið Litla krúttið Lucy Pevensie í Narníumyndunum var túlkað af ungu leikkonunni Georgie Henley. Georgie hafði aldrei leikið áður þegar hún blómstraði í hlutverki Lucy í The Chronicles of Narnia árið 2005 en stóð sig með stakri prýði. Georgie nemur nú ensku við Cambridge háskóla og er að skrifa og leikstýra sinni eigin stuttmynd sem heitir TIDE.Mara Wilson.Hætt í bransanum Barnastjarnan Mara Wilson heillaði leikarann Danny DeVito uppúr skónum með frammistöðu sinni í Mrs Doubtfire og Miracle on 34th Street. Í framhaldinu hjálpaði hann henni að landa hlutverki í kvikmyndinni Matilda frá árinu 1996. Mara fangaði hjörtu heimsbyggðarinnar í því hlutverki og fundu margir til með henni. En Mara hætti að leika árið 2000 því hún vildi fá aðra útrás fyrir sköpunargáfu sína. Hún vinnur nú í útgáfubransanum og vonast til að geta bráðlega gefið út sína eigin skáldsögu.
Einu sinni var... Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira