Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:50 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu eftir þingflokksfund í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00