Kjósendur VG telja sig illa svikna Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2017 15:05 Líklega eru einhverjir í þessum þingflokki með hiksta núna ef sú þjóðtrú stenst að slíkt sæki að þeim sem talað er illa um. visir/stefán Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017 Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017
Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira