Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2017 15:00 Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær með um 18 milljarða meiri afgangi en fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Að lokinni stefnuræðu Bjarna Benediktssonar sem hefst klukkan hálf átta í kvöld hefjast umræður um hana en fyrsta umræða í fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í samanburði við stöðu ríkissjóðs annarra Evrópuríkja er staða ríkissjóðs Íslands góð hvað varðar afgang sem hlutfall af landsframleiðslu og jafnvel hvað varðar hlutfall skulda af landsframleiðslu, en stendur hins vegar ákaflega illa þegar kemur að vaxtakjörum. Í kynningu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu kom fram að þótt skuldir ríkissjóðs hafi lækkað hratt frá hruni sé vaxtabyrðin enn mjög mikil eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjum.Hvenær geta Íslendingar vænst þess að það verði einnig í lagi? „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég vildi gera það sem allra fyrst (lækka vexti). En þeir sem stjórna þeim málum í Seðlabankanum hafa bent á að það skipti þá miklu máli að hér sé almennt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Við erum að leggja okkar lóð á þær vogarskálar með þessu fjárlagafrumvarpi. Þannig að vonandi hjálpar það ákvörðun um lægri vexti í framtíðinni,“ segir Benedikt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fara 18 milljarðar í samgönguframkvæmdir á næsta ári en sú upphæð hrekkur skammt ef ráðast ætti í margar þær stórframkvæmdir sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur nauðsynlegt að gera. Hann hefur lagt til að nokkrar slíkar framkvæmdir eins og við stofnleiðir til og frá höfuðborginni fari í einkaframkvæmd. „Já, það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um það. Þetta eru hans hugmyndir og ég hef sagt að mér finnst þær athyglisverðar. Mér finnst áhugavert þegar menn koma með nýjar hugmyndir. En það er alveg rétt að það eru ýmsar stórar framkvæmdir sem við gjarnan vildum fara í. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Menn hafa t.d. reynt að einbeita sér að einum göngum í einu. Nú klárast Norðfjarðargöng væntanlega eftir rúman mánuð. En það er strax byrjað á Dýrafjarðargöngum. Þannig að þetta heldur áfram og við sjáum það sem höfum ferðast talsvert um landið í sumar hvað viðhald hefur stórbatnað og og búið að bæta mjög á mörgum stöðum,“ segir fjármálaráðherra. Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram töluverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. Ríkissjóður hefur borð fyrir báru þar sem ríkissjóður hefur samkvæmt frumvarpinu drjúgan tekjuafgang.Heldur þú að Alþingi eigi eftir að krukka mikið í þetta frumvarp? „Aðstæður breytast alltaf svolítið og þær hafa breyst frá því við settum frumvarpið saman í júní að stofni til þótt við höfum verið að vinna að því alveg fram í síðustu viku. Það getur vel verið að einhverjar nýjar aðstæður komi upp. En ég á ekki von á að því verði breytt í neinum meginatriðum í meðförum Alþingis. En ég yrði líka mjög hissa ef það yrðu engar breytingar,“ segir Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær með um 18 milljarða meiri afgangi en fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Að lokinni stefnuræðu Bjarna Benediktssonar sem hefst klukkan hálf átta í kvöld hefjast umræður um hana en fyrsta umræða í fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í samanburði við stöðu ríkissjóðs annarra Evrópuríkja er staða ríkissjóðs Íslands góð hvað varðar afgang sem hlutfall af landsframleiðslu og jafnvel hvað varðar hlutfall skulda af landsframleiðslu, en stendur hins vegar ákaflega illa þegar kemur að vaxtakjörum. Í kynningu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu kom fram að þótt skuldir ríkissjóðs hafi lækkað hratt frá hruni sé vaxtabyrðin enn mjög mikil eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjum.Hvenær geta Íslendingar vænst þess að það verði einnig í lagi? „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég vildi gera það sem allra fyrst (lækka vexti). En þeir sem stjórna þeim málum í Seðlabankanum hafa bent á að það skipti þá miklu máli að hér sé almennt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Við erum að leggja okkar lóð á þær vogarskálar með þessu fjárlagafrumvarpi. Þannig að vonandi hjálpar það ákvörðun um lægri vexti í framtíðinni,“ segir Benedikt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fara 18 milljarðar í samgönguframkvæmdir á næsta ári en sú upphæð hrekkur skammt ef ráðast ætti í margar þær stórframkvæmdir sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur nauðsynlegt að gera. Hann hefur lagt til að nokkrar slíkar framkvæmdir eins og við stofnleiðir til og frá höfuðborginni fari í einkaframkvæmd. „Já, það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um það. Þetta eru hans hugmyndir og ég hef sagt að mér finnst þær athyglisverðar. Mér finnst áhugavert þegar menn koma með nýjar hugmyndir. En það er alveg rétt að það eru ýmsar stórar framkvæmdir sem við gjarnan vildum fara í. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Menn hafa t.d. reynt að einbeita sér að einum göngum í einu. Nú klárast Norðfjarðargöng væntanlega eftir rúman mánuð. En það er strax byrjað á Dýrafjarðargöngum. Þannig að þetta heldur áfram og við sjáum það sem höfum ferðast talsvert um landið í sumar hvað viðhald hefur stórbatnað og og búið að bæta mjög á mörgum stöðum,“ segir fjármálaráðherra. Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram töluverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. Ríkissjóður hefur borð fyrir báru þar sem ríkissjóður hefur samkvæmt frumvarpinu drjúgan tekjuafgang.Heldur þú að Alþingi eigi eftir að krukka mikið í þetta frumvarp? „Aðstæður breytast alltaf svolítið og þær hafa breyst frá því við settum frumvarpið saman í júní að stofni til þótt við höfum verið að vinna að því alveg fram í síðustu viku. Það getur vel verið að einhverjar nýjar aðstæður komi upp. En ég á ekki von á að því verði breytt í neinum meginatriðum í meðförum Alþingis. En ég yrði líka mjög hissa ef það yrðu engar breytingar,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira