Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 11:30 Allur hópurinn er hér í miðjunni. Frá vinstri: Edgar Smári, Rakel, Anna Sigríður, Guðrún Árný, Hófí, Arnar. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc
Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira