Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 12:00 Sjómaðurinn hefur blasað við öllum þeim sem ekið hafa Sæbrautina í vesturátt. Hér má sjá listamannahópinn að störfum árið 2015. Vísir/Vilhelm Búið er að mála yfir stærðarinnar veggmynd af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. Veggurinn er nú skjannahvítur. Myndin var hluti verkefnisins Veggjaskáldskapur sem ýtt var úr vör í aðdraganda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Götulistamönnum var úthlutað veggjunum sem þeir skreyttu, innblásnir af lagatextum hljómsveita. Myndin á vegg Sjávarútvegshússins var máluð af hópnum Evoca1 og var innblásin af texta lagsins Gonna Make Time með sveitinni Shaun & Starr. Myndirnar urðu alls tíu. Aðeins hefur verið hróflað við einu öðru verki en það prýddi hús í einkaeigu. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airways, segir í samtali við fréttastofu að hvíti veggurinn hafi komið flatt upp á sig og að ekki hafi verið málað yfir sjómanninn í samráði við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar, sem fjármagnaði verkið, eða listamennina. Myndirnar megi vera á húsunum eins lengi og eigendur húsanna vilja. Hér að neðan má sjá færslu sem Grímur birti í gær og sýnir breytinguna á veggnum.Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi staðið til að sjómaðurinn yrði langlífur. Upphaflega hafi einungis verið gert ráð fyrir því að verkið yrði á veggnum til eins árs. Því hafi þó verið leyft að lifa í eitt ár í viðbót og málað yfir það nú í byrjun ágúst. Aðspurður hvort ekki sé eftirsjá af sjómanninum segir Sigurður svo vera. „Ég sakna hans nú en það er eins og með margt annað í þessum heimi, sumir nágrannanna voru víst ekkert ánægðir með hann,“ segir forstjórinn. Það helst í hendur við heimildir Vísis sem herma að það hafi ekki síst verið vegna óánægju íbúa í Skuggahverfinu með sjómanninn sem ákveðið hafi verið að mála yfir verkið. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Búið er að mála yfir stærðarinnar veggmynd af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. Veggurinn er nú skjannahvítur. Myndin var hluti verkefnisins Veggjaskáldskapur sem ýtt var úr vör í aðdraganda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Götulistamönnum var úthlutað veggjunum sem þeir skreyttu, innblásnir af lagatextum hljómsveita. Myndin á vegg Sjávarútvegshússins var máluð af hópnum Evoca1 og var innblásin af texta lagsins Gonna Make Time með sveitinni Shaun & Starr. Myndirnar urðu alls tíu. Aðeins hefur verið hróflað við einu öðru verki en það prýddi hús í einkaeigu. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airways, segir í samtali við fréttastofu að hvíti veggurinn hafi komið flatt upp á sig og að ekki hafi verið málað yfir sjómanninn í samráði við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar, sem fjármagnaði verkið, eða listamennina. Myndirnar megi vera á húsunum eins lengi og eigendur húsanna vilja. Hér að neðan má sjá færslu sem Grímur birti í gær og sýnir breytinguna á veggnum.Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi staðið til að sjómaðurinn yrði langlífur. Upphaflega hafi einungis verið gert ráð fyrir því að verkið yrði á veggnum til eins árs. Því hafi þó verið leyft að lifa í eitt ár í viðbót og málað yfir það nú í byrjun ágúst. Aðspurður hvort ekki sé eftirsjá af sjómanninum segir Sigurður svo vera. „Ég sakna hans nú en það er eins og með margt annað í þessum heimi, sumir nágrannanna voru víst ekkert ánægðir með hann,“ segir forstjórinn. Það helst í hendur við heimildir Vísis sem herma að það hafi ekki síst verið vegna óánægju íbúa í Skuggahverfinu með sjómanninn sem ákveðið hafi verið að mála yfir verkið.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira