Námsgögn verða keypt af eiginmanni formanns skólanefndar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Sigrún Edda Jónsdóttir er formaður bæjarráðs og skólanefndar Seltjarnarnessbæjar og eiginkona eiganda A4. „Ég kom ekki nálægt þessu. Auðvitað er svona alltaf óheppilegt, ég játa það, en ég hef aldrei komið nálægt ritfangakaupum skólans eða bæjarins,“ segir Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og skólanefndar Seltjarnarnesbæjar. Í vor samþykkti skólanefndin að kaupa inn helstu námsgögn fyrir börn í 1. – 6. bekk Mýrarhúsaskóla. Um er að ræða blýanta, strokleður, yddara, skæri, lím og annað sem metið var sem svo að væri kostnaðarsamt á innkaupalista skólans samkvæmt upplýsingum frá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra. Foreldrar og forráðamenn barnanna þurfa þó enn að kaupa stílabækur og plastmöppur en börn í 7. –10. bekk við Valhúsaskóla njóta ekki þessarar niðurgreiðslu. Tugir skóla hafa að undanförnu ákveðið að greiða námsgögn fyrir grunnskólabörn í vetur. Sigrún Edda segir skólann hafa komið með tillögu í vor um að greiða hluta námsgagna yngri bekkjanna. Hún hafi verið samþykkt samhljóða í skólanefnd og skólastjórnendum falið að útfæra það. „Síðan hef ég ekki komið nálægt málinu.“ Þorgerður Anna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Seltjarnarness, segir aðspurð að leitað hafi verið tilboða hjá helstu heildsölum og ritfangaverslunum vegna kaupa bæjarins á námsgögnunum. Þar hafi A4 átt lægsta tilboðið og því hafi verið tekið. Heildarkostnaður bæjarins vegna innkaupanna eigi þó enn eftir að koma í ljós. A4 sem hreppti samninginn er í eigu félaga sem forstjóri þess, Egill Þór Sigurðsson, á en hann er eiginmaður Sigrúnar Eddu Jónsdóttur. Samkvæmt ferilskrá Sigrúnar á vef Sjálfstæðisflokksins var hún meðeigandi fyrirtækisins og starfaði við fjármál og eignaumsýslu þess til ársins 2011. Þegar Fréttablaðið ræddi við Sigrúnu á sunnudagskvöld kvaðst hún ekki hafa heyrt af því að A4 hefði fengið samninginn en sagði skiljanlegt að sú staðreynd vekti tortryggni. Aðkoma hennar væri þó engin. „Ég á ekki í A4, maðurinn minn á það. En auðvitað er ég mikill hagsmunaaðili, það er ekki spurning. En ég hef aldrei komið nálægt innkaupum bæjarins á ritföngum, það er bara ekki hægt.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Ég kom ekki nálægt þessu. Auðvitað er svona alltaf óheppilegt, ég játa það, en ég hef aldrei komið nálægt ritfangakaupum skólans eða bæjarins,“ segir Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og skólanefndar Seltjarnarnesbæjar. Í vor samþykkti skólanefndin að kaupa inn helstu námsgögn fyrir börn í 1. – 6. bekk Mýrarhúsaskóla. Um er að ræða blýanta, strokleður, yddara, skæri, lím og annað sem metið var sem svo að væri kostnaðarsamt á innkaupalista skólans samkvæmt upplýsingum frá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra. Foreldrar og forráðamenn barnanna þurfa þó enn að kaupa stílabækur og plastmöppur en börn í 7. –10. bekk við Valhúsaskóla njóta ekki þessarar niðurgreiðslu. Tugir skóla hafa að undanförnu ákveðið að greiða námsgögn fyrir grunnskólabörn í vetur. Sigrún Edda segir skólann hafa komið með tillögu í vor um að greiða hluta námsgagna yngri bekkjanna. Hún hafi verið samþykkt samhljóða í skólanefnd og skólastjórnendum falið að útfæra það. „Síðan hef ég ekki komið nálægt málinu.“ Þorgerður Anna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Seltjarnarness, segir aðspurð að leitað hafi verið tilboða hjá helstu heildsölum og ritfangaverslunum vegna kaupa bæjarins á námsgögnunum. Þar hafi A4 átt lægsta tilboðið og því hafi verið tekið. Heildarkostnaður bæjarins vegna innkaupanna eigi þó enn eftir að koma í ljós. A4 sem hreppti samninginn er í eigu félaga sem forstjóri þess, Egill Þór Sigurðsson, á en hann er eiginmaður Sigrúnar Eddu Jónsdóttur. Samkvæmt ferilskrá Sigrúnar á vef Sjálfstæðisflokksins var hún meðeigandi fyrirtækisins og starfaði við fjármál og eignaumsýslu þess til ársins 2011. Þegar Fréttablaðið ræddi við Sigrúnu á sunnudagskvöld kvaðst hún ekki hafa heyrt af því að A4 hefði fengið samninginn en sagði skiljanlegt að sú staðreynd vekti tortryggni. Aðkoma hennar væri þó engin. „Ég á ekki í A4, maðurinn minn á það. En auðvitað er ég mikill hagsmunaaðili, það er ekki spurning. En ég hef aldrei komið nálægt innkaupum bæjarins á ritföngum, það er bara ekki hægt.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira