Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 11:54 Birgir Ármannsson lagði til að tillagan yrði samþykkt. vísir/anton brink Ég held að það sé algjörlega ótvírætt að dómsmálaráðherra hefur rökstutt tillögu sína á grundvelli málefnalegra sjónarmiða, sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um tillögu Sigríðar Á. Andersen um skipan dómara við Landsrétt. Leggur meirihlutinn því til að Alþingi samþykki tillöguna. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings. Birgir gerði grein fyrir nefndaráliti meirihlutans á Alþingi í dag. „Það að telja dómarareynslu veigamikinn þátt þegar verið er að skipa í embætti dómara getur ekki verið annað en málefnalegt sjónarmið og ég held það sé engin ástæða til þess að ætla annað í þessu sambandi,“ sagði hann. „Meirihlutinn tekur fram að með því að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara við Landsrétt, þar með talið að breyta út frá tillögu dómnefndar og felst að þær. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerir því svofellda tillögu að ályktun Alþingis, að Alþingi samþykki tillögur dómsmálaráðherra." Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Ég held að það sé algjörlega ótvírætt að dómsmálaráðherra hefur rökstutt tillögu sína á grundvelli málefnalegra sjónarmiða, sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um tillögu Sigríðar Á. Andersen um skipan dómara við Landsrétt. Leggur meirihlutinn því til að Alþingi samþykki tillöguna. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings. Birgir gerði grein fyrir nefndaráliti meirihlutans á Alþingi í dag. „Það að telja dómarareynslu veigamikinn þátt þegar verið er að skipa í embætti dómara getur ekki verið annað en málefnalegt sjónarmið og ég held það sé engin ástæða til þess að ætla annað í þessu sambandi,“ sagði hann. „Meirihlutinn tekur fram að með því að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara við Landsrétt, þar með talið að breyta út frá tillögu dómnefndar og felst að þær. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerir því svofellda tillögu að ályktun Alþingis, að Alþingi samþykki tillögur dómsmálaráðherra." Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann.
Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00