Kostnaður psoriasis og exemsjúklinga mun margfaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2017 20:00 Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð." Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Ný reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi í maí felur í sér lægri niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu en í staðinn er greiðsluþak. Það þýðir að almennur notandi borgar hærra verð fyrir þjónustuna en að hámarki tæpar sjötíu þúsund krónur á ári. Öryrkjar og aldraðir og börn hafa lægra greiðsluþak. Anja Ísabella Lövenholdt hjá Samtökum Psorisasis og exemsjúklinga bendir á að ljósameðferð fyrir þeirra skjólstæðinga verði margfalt dýrari við breytinguna. „Þetta er verulegur aukakostnaður. Þar sem ríkið hafði áður niðurgreitt 80 prósent en núna þarf sjúklingur sjálfur að borga 90 prósent af heildargjaldinu.“ Að meðaltali þarf sjúklingur að fara tvisvar á ári í ljósameðferð og þá í þrjátíu skipti á stuttum tíma. Alls sextíu skipti á ári. Hingað til hefur meðferðin verið gjaldfrjáls en í mesta lagi rukkað komugjald upp á 265 krónur. Við breytinguna mun hver ljósatími kosta sjúklinginn að meðaltali tvö þúsund krónur. Kostnaðurinn fer því úr 15.900 krónum á ári upp í tæpar sjötíu þúsund krónur - sem er greiðsluþak sjúkratrygginga. Fyrir utan þetta þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að borga dýr lyf og kremmeðferðir úr eigin vasa. „Það safnast þegar saman kemur - ef þú ætlar að ná árangri þá snýst það ekki um 2000 kallinn. Heldur snýst þetta um 2000 kallinn í þrjátíu skipti, tvisvar sinnum á ári, alltaf," segir Anja en sjúkdómarnir eru krónískir og því þurfa flestir að stunda þessa meðferð allt lífið. Anja segir mikilvægt að fólk leiti sér meðferðar, bæði til að halda sjúkdómnum sjálfum í skefjum en einnig algengum fylgikvillum eins og liðagigt og andlegum sjúkdómum, en 20-40 prósent psoriasis sjúklinga þjást af þunglyndi og kvíða. „Þetta mun hafa veruleg árhif á marga þjóðfélagshópa og þar á meðal ungt fólk. Við erum hrædd um að það muni hreinlega hætta að sækja sér meðferð."
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira