Brynjar og Lilja ræða áfengisfrumvarpið: Mjólkurbúðir á hverju horni Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. febrúar 2017 09:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem afnemur einkaleyfi ÁTVR á áfengi. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt frumvarp er lagt fyrir þingið en hingað til hafa þau ekki verið útrædd. Óvíst er hvort það mun gerast nú. Fréttastofa fékk tvo þingmenn sem eru á öndverðum meiði til að segja sína skoðun á málinu. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er andvíg frumvarpinu en Brynjar Níelsson, Sjálfstæðismaður, talar með því.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.vísir/stefánAukið aðgengi eykur neyslu „Svíar prófuðu á sínum tíma að setja bjór í matvöruverslanir og það jók áfengisneyslu verulega og sér í lagi hjá yngri hópunum með tilheyrandi áskorunum. Svíar hurfu frá þessari stefnu vegna þessarar reynslu.“ Hún bætir við að fyrirkomulagið eins og það er í dag, að ríkið standi eingöngu í sölu áfengis, hafi reynst okkur vel. „Lýðheilsurannsóknir sýna að aukið aðgengi eykur áfengisneyslu. Við þurfum því að spyrja okkur hvort það sé rétt forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að setja þetta mál á dagskrá – á sama tíma og mikið ákall er um að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins og auka forvarnir.“ Er það þá ekki hluti af annarri umræðu, sem snýr að því að banna notkun áfengis alveg? „Íslandi, Svíþjóð og Noregi hefur farnast vel í að móta stefnu í þessum málaflokki, þ.e. ekki meðhöndla áfengi eins og hverja aðra neysluvöru og stýrt aðgengi með ákveðnum hætti án þess að banna neyslu,“ útskýrir Lilja og bætir við að ákveðið jafnvægi og sátt ríki um núverandi fyrirkomulag í samfélaginu. „Þess vegna sé ég ekki ástæðu til að breyta um stefnu. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara.“ Er sala verslana á áfengi samt ekki bara óhjákvæmileg þróun, hvort sem hún verður með samþykkt þessa frumvarps eða þess næsta sem lagt verður fram? „Það er ekki forgangsmál er varðar stefnumótun í heilbrigðismálum. Rannsóknir sýna að hliðarverkanir eru umfangsmiklar og til þess þarf að hugsa áður þessi stefnubreyting á sér stað. Að auki hefur Landlæknisembættið sett sig alfarið á móti frumvarpinu og mér finnst rökin sem ég hef farið yfir og önnur sem koma frá Landlæknisembættinu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt er að vera mótfallinn frumvarpinu.“Brynjar NíelssonVísir/Anton BrinkVið lifum af dómsdagsspárnar „Sjálfur er ég þeirra skoðunar að bönn eða ýmsar takmarkanir á sölu þessarar vöru umfram aðrar séu ekki til góðs til lengri tíma litið. Af því að enn bærast í mér frelsishugmyndir og almennt óþol gagnvart afskiptum ríkisvaldsins vil ég hafa sem mest frelsi í viðskiptum með löglegar vörur,“ segir Brynjar. „Ég trúi því nefnilega að best sé að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér og það sé vænlegast þegar upp er staðið. Hins vegar tel ég rétt, með hliðsjón af afstöðu stórs hluta landsmanna, að stíga smærri skref í átt til frjálsræðis í þessum efnum, í stað þess að gefa helmingi þjóðarinnar á lúðurinn. Það verði í raun árangursríkara. Þróunin verður auðvitað sú að almenningur mun krefjast betra og meira aðgengis að þessari vöru, alveg eins og gerðist þegar bjórinn var leyfður. Sömu rök voru fyrir bjórbanninu og nú fyrir banni á sölu áfengis í matvörubúðum. Dómsdagsspár eru manninum eðlilegar þrátt fyrir að við lifum þær allar af.“ Brynjar segir áfengissölu alltaf verið tilefni ágreinings. „Ástæðan er auðvitað sú að það er alltaf hluti þjóðarinnar sem kann ekki fótum sínum forráð í þessum efnum. Sama gildir um margt annað sem sumir ráða ekki við.“ En er fyrirkomulagið þá ekki gott eins og það er? „Þjónusta þessa góða fyrirtækis hefur batnað verulega. Bæði er hún víðar um höfuðborgarsvæðið og ekki þarf lengur að bíða í röð fyrir utan verslanirnar. Með hliðsjón af því er eðlilegt að spyrja af hverju leyfa eigi sölu í matvörubúðum. Meðan þjónustan er þetta góð er ekki nauðsynlegt að matvörubúðir selji áfengi. Ekkert frekar en að nauðsynlegt hafi verið að heimila sölu mjólkurafurða í matvörubúðum á sínum tíma enda mjólkurbúðir á hverju horni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem afnemur einkaleyfi ÁTVR á áfengi. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt frumvarp er lagt fyrir þingið en hingað til hafa þau ekki verið útrædd. Óvíst er hvort það mun gerast nú. Fréttastofa fékk tvo þingmenn sem eru á öndverðum meiði til að segja sína skoðun á málinu. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er andvíg frumvarpinu en Brynjar Níelsson, Sjálfstæðismaður, talar með því.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.vísir/stefánAukið aðgengi eykur neyslu „Svíar prófuðu á sínum tíma að setja bjór í matvöruverslanir og það jók áfengisneyslu verulega og sér í lagi hjá yngri hópunum með tilheyrandi áskorunum. Svíar hurfu frá þessari stefnu vegna þessarar reynslu.“ Hún bætir við að fyrirkomulagið eins og það er í dag, að ríkið standi eingöngu í sölu áfengis, hafi reynst okkur vel. „Lýðheilsurannsóknir sýna að aukið aðgengi eykur áfengisneyslu. Við þurfum því að spyrja okkur hvort það sé rétt forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að setja þetta mál á dagskrá – á sama tíma og mikið ákall er um að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins og auka forvarnir.“ Er það þá ekki hluti af annarri umræðu, sem snýr að því að banna notkun áfengis alveg? „Íslandi, Svíþjóð og Noregi hefur farnast vel í að móta stefnu í þessum málaflokki, þ.e. ekki meðhöndla áfengi eins og hverja aðra neysluvöru og stýrt aðgengi með ákveðnum hætti án þess að banna neyslu,“ útskýrir Lilja og bætir við að ákveðið jafnvægi og sátt ríki um núverandi fyrirkomulag í samfélaginu. „Þess vegna sé ég ekki ástæðu til að breyta um stefnu. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara.“ Er sala verslana á áfengi samt ekki bara óhjákvæmileg þróun, hvort sem hún verður með samþykkt þessa frumvarps eða þess næsta sem lagt verður fram? „Það er ekki forgangsmál er varðar stefnumótun í heilbrigðismálum. Rannsóknir sýna að hliðarverkanir eru umfangsmiklar og til þess þarf að hugsa áður þessi stefnubreyting á sér stað. Að auki hefur Landlæknisembættið sett sig alfarið á móti frumvarpinu og mér finnst rökin sem ég hef farið yfir og önnur sem koma frá Landlæknisembættinu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt er að vera mótfallinn frumvarpinu.“Brynjar NíelssonVísir/Anton BrinkVið lifum af dómsdagsspárnar „Sjálfur er ég þeirra skoðunar að bönn eða ýmsar takmarkanir á sölu þessarar vöru umfram aðrar séu ekki til góðs til lengri tíma litið. Af því að enn bærast í mér frelsishugmyndir og almennt óþol gagnvart afskiptum ríkisvaldsins vil ég hafa sem mest frelsi í viðskiptum með löglegar vörur,“ segir Brynjar. „Ég trúi því nefnilega að best sé að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér og það sé vænlegast þegar upp er staðið. Hins vegar tel ég rétt, með hliðsjón af afstöðu stórs hluta landsmanna, að stíga smærri skref í átt til frjálsræðis í þessum efnum, í stað þess að gefa helmingi þjóðarinnar á lúðurinn. Það verði í raun árangursríkara. Þróunin verður auðvitað sú að almenningur mun krefjast betra og meira aðgengis að þessari vöru, alveg eins og gerðist þegar bjórinn var leyfður. Sömu rök voru fyrir bjórbanninu og nú fyrir banni á sölu áfengis í matvörubúðum. Dómsdagsspár eru manninum eðlilegar þrátt fyrir að við lifum þær allar af.“ Brynjar segir áfengissölu alltaf verið tilefni ágreinings. „Ástæðan er auðvitað sú að það er alltaf hluti þjóðarinnar sem kann ekki fótum sínum forráð í þessum efnum. Sama gildir um margt annað sem sumir ráða ekki við.“ En er fyrirkomulagið þá ekki gott eins og það er? „Þjónusta þessa góða fyrirtækis hefur batnað verulega. Bæði er hún víðar um höfuðborgarsvæðið og ekki þarf lengur að bíða í röð fyrir utan verslanirnar. Með hliðsjón af því er eðlilegt að spyrja af hverju leyfa eigi sölu í matvörubúðum. Meðan þjónustan er þetta góð er ekki nauðsynlegt að matvörubúðir selji áfengi. Ekkert frekar en að nauðsynlegt hafi verið að heimila sölu mjólkurafurða í matvörubúðum á sínum tíma enda mjólkurbúðir á hverju horni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00