Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Guðný Hrönn skrifar 9. febrúar 2017 10:15 Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim og fjölmiðlar á borð við Daily Mail og Metro hafa fjallað um hann. Mynd/Marla Aufmuth Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar. Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. Þórdís Elva og Tom héldu fyrirlestur sinn í lok seinasta árs en hann var birtur á vefnum ted.com á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn héldu þau í tilefni þess að Þórdís og Tom eru að gefa út bókina Handan fyrirgefningar og sú bók fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Bókin kemur út 16. mars og hefur nú þegar vakið mikla athygli og umtal. Bókin er komin í forsölu á vef Forlagsins og Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, segir söluna fara vel af stað.Fólk virðist spennt fyrir bók þeirra Þórdísar Elvu og Toms Stranger.„Forsalan á bókinni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Það er lítil hefð fyrir svona forsölu í bókabransanum hérna heima þótt þetta sé mikið gert erlendis svo það er afar ánægjulegt að sjá þetta fara svona vel af stað,“ segir Árni sem varð var við mikinn áhuga samhliða fyrirlestri þeirra Þórdísar og Toms „Samfélagsmiðlarnir voru rauðglóandi af efni tengdu bókinni og TED-fyrirlestrinum á þriðjudag og viðbrögðin jákvæð. Kollegar okkar í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu hafa sömu sögu að segja og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur bókin fær um heim allan enda um byltingarkenndan viðburð að ræða,“ útskýrir Árni sem er spenntur að sjá hvaða áhrif bókin muni hafa þegar hún kemur út. „Við erum stolt af því að vera útgefendur þessa verks sem við teljum að geti breytt allri umræðu um þennan málaflokk.“ Á vef Forlagsins er bókinni lýst sem áhrifaríkri og magnaðri sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá ofbeldi til sátta. Þar kemur einnig fram að um algert einsdæmi sé að ræða, að gerandi og brotaþoli nauðgunar skrifi bók saman. Þórdís deildi fyrirlestrinum á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 100 manns skildu eftir athugasemdir við færslu Þórdísar og það er greinilegt að fyrirlesturinn hefur kallað fram nokkur tár hjá áhorfendum miðað við athugasemdirnar.
Tengdar fréttir Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09