Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 16:21 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Rapparinn Ja Rule, einn aðalskipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Fyre Festival, hefur gefið út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem hann biðst afsökunar á hátíðinni. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún er afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna.Sjá einnig: Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja RuleHafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Samkvæmt lýsingum starfsfólks sem átti að vinna að skipulagningu hátíðarinnar, var hátíðin dauðadæmd til þess að byrja með, þar sem skipulagningin hafi aldrei verið til staðar og tónlistarmenn aldrei verið nálægt því að mæta á svæðið, þar sem þeim hafi aldrei borist neinar greiðslur. Rætt hafi verið að fresta hátíðinni um eitt ár, en að lokum ákveðið að láta á það reyna í ár til þess að freista þess að „verða álitnir goðsagnir.“ Í tilkynningunni segir Ja Rule að hann sé „gjörsamlega miður sín,“ vegna hátíðarinnar. Það hafi aldrei verið ætlunin að plata fólk eða svíkja af því peninga. Hann segist taka fulla ábyrgð á stöðu mála og rói nú að því öllum árum að tryggja að gestir hátíðarinnar fái endurgreitt gríðarlega hátt miðaverð.pic.twitter.com/KuJYxfsQJ4— Ja Rule (@Ruleyork) April 28, 2017 Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Rapparinn Ja Rule, einn aðalskipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Fyre Festival, hefur gefið út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem hann biðst afsökunar á hátíðinni. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún er afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna.Sjá einnig: Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja RuleHafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Samkvæmt lýsingum starfsfólks sem átti að vinna að skipulagningu hátíðarinnar, var hátíðin dauðadæmd til þess að byrja með, þar sem skipulagningin hafi aldrei verið til staðar og tónlistarmenn aldrei verið nálægt því að mæta á svæðið, þar sem þeim hafi aldrei borist neinar greiðslur. Rætt hafi verið að fresta hátíðinni um eitt ár, en að lokum ákveðið að láta á það reyna í ár til þess að freista þess að „verða álitnir goðsagnir.“ Í tilkynningunni segir Ja Rule að hann sé „gjörsamlega miður sín,“ vegna hátíðarinnar. Það hafi aldrei verið ætlunin að plata fólk eða svíkja af því peninga. Hann segist taka fulla ábyrgð á stöðu mála og rói nú að því öllum árum að tryggja að gestir hátíðarinnar fái endurgreitt gríðarlega hátt miðaverð.pic.twitter.com/KuJYxfsQJ4— Ja Rule (@Ruleyork) April 28, 2017
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira