Nixon býður sig mögulega fram til ríkisstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 12:24 Cynthia Nixon vildi ekki segja þáttastjórnendum Today Show hvort hún ætlaði að bjóða sig fram. Samsett mynd/Vísir/getty Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira