Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 20:01 Gaila og David Wilson Vísir/Skjáskot Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar. Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01