Ráðherra telur tjáningarfrelsi skipað skör lægra en rétti til einkalífs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2017 06:00 Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn föstudag. Meðal ræðumanna var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/anton brink Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00