Ráðherra telur tjáningarfrelsi skipað skör lægra en rétti til einkalífs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2017 06:00 Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn föstudag. Meðal ræðumanna var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/anton brink Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00