Segir ástandið á leigumarkaðnum vera skelfilegt Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 22:15 Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“ Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“
Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01