Segir ástandið á leigumarkaðnum vera skelfilegt Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 22:15 Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“ Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“
Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01