Um tvö hundruð manns sækja meðferð við fælni hér á landi á hverju ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 13:00 Algengast er að fólk sæki meðferð við kóngulóarfælni, hundafælni eða víðáttufælni. Vísir/Vilhelm/GVA Sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni áætlar að um tvö hundruð Íslendingar sæki meðferð hjá stöðinni vegna fælni á ári hverju. Hún segir algengt að fælnisjúklingar skammist sín fyrir óttann og að fólk, sem almennt eigi erfitt með að skilja fælni, geri gjarnan lítið úr henni. Bylgja Babýlons, grínisti og leikkona, greindi frá glímu sinni við alvarlega kóngulóarfælni í viðtali við Vísi í vikunni. Hún lýsti því hvernig smávægilegur ótti við kóngulær varð að óviðráðanlegri fælni sem heltók líf hennar. „Ég hreinsaði veggina utan á húsinu með heimagerðri eldvörpu, hárspreybrúsa og kveikjara, svo þær væru ekki að koma inn þegar ég opnaði dyrnar. Ég upplifði stanslaus kvíðaköst og sjálfsvígshugsanir. Það var bara komið nóg og vinkona mín benti mér á það,“ sagði Bylgja sem leitaði til Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fékk þar aðstoð sérfræðinga við að vinna bug á fælninni.Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur starfar hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún hefur unnið náið með fólki sem glímir við fælni.Kvíðameðferðarstöðin/KMS.is12 til 13 prósent glíma við fælni einhvern tímann á lífsleiðinniÓlafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur starfar hjá Kvíðameðferðarstöðinni og hefur unnið þar náið með fólki sem glímir við fælni og aðrar kvíðaraskanir. Hún segir um tvö hundruð manns sækja meðferðir við fælni hjá stöðinni á ári. „Það er erfitt að áætla hversu margir koma til okkar til meðferðar á hverju ári en þetta er stór hópur. Rannsóknir sýna að 12-13 prósent fólks glímir við sértæka fælni einhverntíma á lífsleiðinni. Ef ég ætti að giska eru þetta sirka tvö hundruð manns sem koma í fælnimeðferð hjá okkur á ári,“ segir Ólafía. Þeir sem sækja meðferðina glíma við sértæka fælni. Sértæk fælni er skilgreind sem kvíðaröskun en hún gerir fólk mjög hrætt við eitthvað tiltekið áreiti. Þetta áreiti segir Ólöf geta verið margskonar, til að mynda ótti við dýr, umhverfi, eða aðstæður. „Algengast er að fólk komi í meðferð við köngulóarfælni, geitungafælni, hundafælni, blóð- og sprautufælni og víðáttufælni. En þetta getur líka verið lofthræðsla, vatnshræðsla, ótti við þrumur og eldingar, flugfælni, víðáttufælni og ælufælni.“Sértæk atferlismeðferð í eitt til tvö skipti reynst velFlestir þeirra tvö hundruð sem leita til Kvíðameðferðarstöðvarinnar vegna fælni sækja svokallaða hugræna atferlismeðferð. Meðferðin tekur yfirleitt eitt til tvö skipti en í henni lærir fólk tækni sem hjálpar því að bregðast rétt við í aðstæðum sem eru orsakavaldur óttans. „Við förum þá saman í aðstæður þar sem óttinn kemur upp, til dæmis að vera nálægt því sem óttinn tengist. Þá erum við kannski í herbergi með hundi eða á svölum á fimmtu hæð hæð. Þetta gerum við í skrefum þar sem fólk ræður algjörlega ferðinni. Þannig nær fólk smám saman að upplifa öryggi í aðstæðunum,“ segir Ólafía.Grínistinn Bylgja Babýlons steig nýlega fram og sagði frá erfiðri glímu sinni við kvíða og ofsalega fælni.Vísir/ErnirAðrir gera lítið úr fælninni og skortir skilningÍ samtali við Vísi sagði Bylgja viðhorf samfélagsins til fælni á villigötum. Hún tók sérstaklega fram að fólk afskrifaði fælnina gjarnan sem aumingjaskap og þá var iðulega gert grín að henni þegar hún sýndi einkenni óttans. Ólafía tekur í sama streng en hún segir marga eiga erfitt með að skilja það sem býr að baki sértækrar fælni. „Það er mjög algengt að fólk sem kemur til okkar finni til skammar vegna þessa ótta. Aðrir gera gjarnan lítið úr óttanum, sem kemur kannski til af því að fólk á erfitt með að skilja hvers vegna manneskja sem vanalega er með allt á hreinu og hugsar rökrétt verður skyndilega hrædd við við eitthvað sem ekki er ástæða til að vera hræddur við,“ segir Ólafía. „En þannig að er það með fælni og aðrar kvíðaraskanir að þegar óttinn kemur upp er erfitt að hugsa rökrétt og sjaldnast er hægt að rökræða óttann í burtu.“ Tengdar fréttir Ótti við kóngulær varð að óviðráðanlegri fælni: „Ég byrjaði að skjálfa, gráta og kastaði jafnvel upp“ Grínistinn Bylgja Babýlons segir ömurlegt viðhorf til fælni ráðandi í íslensku samfélagi. Hún segir fólk hafa afskrifað veikindi sín sem "aumingjaskap“ og þá var algengt að gert væri grín að henni vegna óviðráðanlegs ótta við kóngulær. 24. júlí 2017 12:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni áætlar að um tvö hundruð Íslendingar sæki meðferð hjá stöðinni vegna fælni á ári hverju. Hún segir algengt að fælnisjúklingar skammist sín fyrir óttann og að fólk, sem almennt eigi erfitt með að skilja fælni, geri gjarnan lítið úr henni. Bylgja Babýlons, grínisti og leikkona, greindi frá glímu sinni við alvarlega kóngulóarfælni í viðtali við Vísi í vikunni. Hún lýsti því hvernig smávægilegur ótti við kóngulær varð að óviðráðanlegri fælni sem heltók líf hennar. „Ég hreinsaði veggina utan á húsinu með heimagerðri eldvörpu, hárspreybrúsa og kveikjara, svo þær væru ekki að koma inn þegar ég opnaði dyrnar. Ég upplifði stanslaus kvíðaköst og sjálfsvígshugsanir. Það var bara komið nóg og vinkona mín benti mér á það,“ sagði Bylgja sem leitaði til Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fékk þar aðstoð sérfræðinga við að vinna bug á fælninni.Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur starfar hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún hefur unnið náið með fólki sem glímir við fælni.Kvíðameðferðarstöðin/KMS.is12 til 13 prósent glíma við fælni einhvern tímann á lífsleiðinniÓlafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur starfar hjá Kvíðameðferðarstöðinni og hefur unnið þar náið með fólki sem glímir við fælni og aðrar kvíðaraskanir. Hún segir um tvö hundruð manns sækja meðferðir við fælni hjá stöðinni á ári. „Það er erfitt að áætla hversu margir koma til okkar til meðferðar á hverju ári en þetta er stór hópur. Rannsóknir sýna að 12-13 prósent fólks glímir við sértæka fælni einhverntíma á lífsleiðinni. Ef ég ætti að giska eru þetta sirka tvö hundruð manns sem koma í fælnimeðferð hjá okkur á ári,“ segir Ólafía. Þeir sem sækja meðferðina glíma við sértæka fælni. Sértæk fælni er skilgreind sem kvíðaröskun en hún gerir fólk mjög hrætt við eitthvað tiltekið áreiti. Þetta áreiti segir Ólöf geta verið margskonar, til að mynda ótti við dýr, umhverfi, eða aðstæður. „Algengast er að fólk komi í meðferð við köngulóarfælni, geitungafælni, hundafælni, blóð- og sprautufælni og víðáttufælni. En þetta getur líka verið lofthræðsla, vatnshræðsla, ótti við þrumur og eldingar, flugfælni, víðáttufælni og ælufælni.“Sértæk atferlismeðferð í eitt til tvö skipti reynst velFlestir þeirra tvö hundruð sem leita til Kvíðameðferðarstöðvarinnar vegna fælni sækja svokallaða hugræna atferlismeðferð. Meðferðin tekur yfirleitt eitt til tvö skipti en í henni lærir fólk tækni sem hjálpar því að bregðast rétt við í aðstæðum sem eru orsakavaldur óttans. „Við förum þá saman í aðstæður þar sem óttinn kemur upp, til dæmis að vera nálægt því sem óttinn tengist. Þá erum við kannski í herbergi með hundi eða á svölum á fimmtu hæð hæð. Þetta gerum við í skrefum þar sem fólk ræður algjörlega ferðinni. Þannig nær fólk smám saman að upplifa öryggi í aðstæðunum,“ segir Ólafía.Grínistinn Bylgja Babýlons steig nýlega fram og sagði frá erfiðri glímu sinni við kvíða og ofsalega fælni.Vísir/ErnirAðrir gera lítið úr fælninni og skortir skilningÍ samtali við Vísi sagði Bylgja viðhorf samfélagsins til fælni á villigötum. Hún tók sérstaklega fram að fólk afskrifaði fælnina gjarnan sem aumingjaskap og þá var iðulega gert grín að henni þegar hún sýndi einkenni óttans. Ólafía tekur í sama streng en hún segir marga eiga erfitt með að skilja það sem býr að baki sértækrar fælni. „Það er mjög algengt að fólk sem kemur til okkar finni til skammar vegna þessa ótta. Aðrir gera gjarnan lítið úr óttanum, sem kemur kannski til af því að fólk á erfitt með að skilja hvers vegna manneskja sem vanalega er með allt á hreinu og hugsar rökrétt verður skyndilega hrædd við við eitthvað sem ekki er ástæða til að vera hræddur við,“ segir Ólafía. „En þannig að er það með fælni og aðrar kvíðaraskanir að þegar óttinn kemur upp er erfitt að hugsa rökrétt og sjaldnast er hægt að rökræða óttann í burtu.“
Tengdar fréttir Ótti við kóngulær varð að óviðráðanlegri fælni: „Ég byrjaði að skjálfa, gráta og kastaði jafnvel upp“ Grínistinn Bylgja Babýlons segir ömurlegt viðhorf til fælni ráðandi í íslensku samfélagi. Hún segir fólk hafa afskrifað veikindi sín sem "aumingjaskap“ og þá var algengt að gert væri grín að henni vegna óviðráðanlegs ótta við kóngulær. 24. júlí 2017 12:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Ótti við kóngulær varð að óviðráðanlegri fælni: „Ég byrjaði að skjálfa, gráta og kastaði jafnvel upp“ Grínistinn Bylgja Babýlons segir ömurlegt viðhorf til fælni ráðandi í íslensku samfélagi. Hún segir fólk hafa afskrifað veikindi sín sem "aumingjaskap“ og þá var algengt að gert væri grín að henni vegna óviðráðanlegs ótta við kóngulær. 24. júlí 2017 12:45