„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:31 Guðfinna Jóhanna og Sveinbjörg Birna. Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20