„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:31 Guðfinna Jóhanna og Sveinbjörg Birna. Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum. Sveinbjörg Birna tilkynnti í dag um að hún væri hætt í flokknum en hún ætlar að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Aðspurð hvers vegna þessi ákvörðun Sveinbjargar hafi ekki komið henni á óvart segir Guðfinna: „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum. Áherslur hennar hafa aðallega verið í innflytjendamálum á meðan áherslur, til dæmis mín, hafa aðallega verið í húsnæðismálum.“Samstarfið oft gengið ágætlega en ekki sammála um allt Guðfinna segir að samstarf hennar og Sveinbjargar hafi gengið ágætlega oft á tíðum en þær hafi mismunandi skoðanir og hafi ekki verið sammála um allt. Þannig hafi Guðfinna ekki verið sammála Sveinbjörgu í innflytjendamálum. „Ég lýsti því strax yfir þegar moskumálið byrjaði í kosningabaráttunni að ég væri ekki sammála henni í því þannig að við höfum ekki verið sammála þegar kemur að innflytjendamálum,“ segir Guðfinna. Það vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2014 þegar Sveinbjörg Birna, sem leiddi lista Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir að hún vildi að lóð sem úthlutað hafði verið til Félags múslima til byggingar mosku yrði afturkölluð.„Sokkinn kostnaður“ við skólagöngu hælisleitenda Það er hið svokallaða moskumál sem Guðfinna vísar í en nú fyrr í sumar kom jafnframt í ljós skoðanaágreiningur þegar Sveinbjörg Birna sagði að Reykjavíkurborg sæti uppi með sokkinn kostnað vegna þess að börn hælisleitenda væru í grunnskólum borgarinnar. Velti hún því upp hvort ekki væri rétt að setja þau í sérstakan skóla á meðan ekki lægi fyrir hvort fjölskyldur barnanna fengju dvalarleyfi. Guðfinna lýsti sig ósammála þessari skoðun Sveinbjargar Birnu og sagði hana ekki í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þessi ummæli Sveinbjargar að ekki ætti að tala svona um börn. Sveinbjörg tilkynnti borgarmálahópi Framsóknarflokksins um ákvörðun sína í gærkvöldi en í honum eru um 30 til 40 manns að sögn Guðfinnu. Hún segir að ekki hafi verið um neinn hitafund að ræða; borgarmálahópur Framsóknarflokks sé samstilltur hópur en Sveinbjörg Birna hafi ekki átt samleið með þeim. „Miðað við yfirlýsingu hennar á Facebook í dag, í rauninni af hverju hún segir sig úr flokknum, að þá held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að hún var ekki með sömu skoðun og borgarmálahópur Framsóknarflokksins.“ Guðfinna segir komandi vetur í borgarstjórn leggjast ágætlega í sig en hún kveðst ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig aftur fram næsta vor.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20