Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 09:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2. vísir/anton brink Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina. Kosningar 2017 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina.
Kosningar 2017 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira