Sessions sestur á ráðherrastól Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti ánægður með ráðherrann vísir/afp Jeff Sessions tók í gær formlega við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um kynþáttahyggju. Sjálfur sagði hann þær ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, heldur drægju gagnrýnendur hans upp skrípamynd af honum til að gagnrýna. Andstæðingar jafnt sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta bíða enn niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hið umdeilda bann hans við innflutningi fólks frá nokkrum múslimalöndum. Trump sjálfur gagnrýndi harðlega dómarann í Seattle sem úrskurðaði innflytjendabannið ólöglegt, en meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Trump fyrir þau ummæli er Neil M. Gorsuch, sem Trump vill gera að hæstaréttardómara. Gorsuch sagði ummæli Trumps um dómarann vera niðurdrepandi og siðspillandi. Áfrýjunardómstóllinn tók málið fyrir á þriðjudag og sagði von á niðurstöðu fljótlega, en jafnvel þótt sá úrskurður verði banninu í vil bíða tugir annarra dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn banni Trumps. Trump stærir sig á Twitter-reikningi sínum af því að 55 prósent kjósenda styðji innflytjendabannið, samkvæmt skoðanakönnun fréttavefsins Politico. Andstaðan mældist aðeins 38 prósent. Í grein á Politico er reyndar bent á það að aðrar skoðanakannanir, frá CBS, CNN, Gallup og Quinnipiac, hafi sýnt fram á andstöðu meirihlutans við innflytjendabannið. Trump vekur hins vegar einnig athygli á nýrri skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti íbúa Evrópuríkja myndi styðja sams konar aðgerðir í Evrópu, sem fælu í sér að íbúum múslimaríkja yrði bannað að flytja til Evrópu. Það er breska stofnunin Chatham House sem gerði þessa könnun. Íbúar tíu Evrópulanda voru spurðir hvort stöðva ætti allan innflutning fólks frá múslimalöndum. Alls voru 55 prósent aðspurðra fylgjandi þessu. Tuttugu prósent voru ósammála en 25 prósent sögðust hvorki fylgjandi né andvíg slíku banni. Stuðningur við slíkt bann reyndist mestur í Póllandi, þar sem hann mældist 71 prósent. Í Austurríki mældist 65 prósent stuðningur, 53 prósent í Þýskalandi og 51 prósent á Ítalíu. Minnstur var stuðningurinn á Spáni og í Bretlandi, 47 og 41 prósent, en hvergi mældist andstaðan við slíkt bann meiri en 32 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00 Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56 Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Jeff Sessions tók í gær formlega við embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa verið sakaður um kynþáttahyggju. Sjálfur sagði hann þær ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, heldur drægju gagnrýnendur hans upp skrípamynd af honum til að gagnrýna. Andstæðingar jafnt sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta bíða enn niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hið umdeilda bann hans við innflutningi fólks frá nokkrum múslimalöndum. Trump sjálfur gagnrýndi harðlega dómarann í Seattle sem úrskurðaði innflytjendabannið ólöglegt, en meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Trump fyrir þau ummæli er Neil M. Gorsuch, sem Trump vill gera að hæstaréttardómara. Gorsuch sagði ummæli Trumps um dómarann vera niðurdrepandi og siðspillandi. Áfrýjunardómstóllinn tók málið fyrir á þriðjudag og sagði von á niðurstöðu fljótlega, en jafnvel þótt sá úrskurður verði banninu í vil bíða tugir annarra dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn banni Trumps. Trump stærir sig á Twitter-reikningi sínum af því að 55 prósent kjósenda styðji innflytjendabannið, samkvæmt skoðanakönnun fréttavefsins Politico. Andstaðan mældist aðeins 38 prósent. Í grein á Politico er reyndar bent á það að aðrar skoðanakannanir, frá CBS, CNN, Gallup og Quinnipiac, hafi sýnt fram á andstöðu meirihlutans við innflytjendabannið. Trump vekur hins vegar einnig athygli á nýrri skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti íbúa Evrópuríkja myndi styðja sams konar aðgerðir í Evrópu, sem fælu í sér að íbúum múslimaríkja yrði bannað að flytja til Evrópu. Það er breska stofnunin Chatham House sem gerði þessa könnun. Íbúar tíu Evrópulanda voru spurðir hvort stöðva ætti allan innflutning fólks frá múslimalöndum. Alls voru 55 prósent aðspurðra fylgjandi þessu. Tuttugu prósent voru ósammála en 25 prósent sögðust hvorki fylgjandi né andvíg slíku banni. Stuðningur við slíkt bann reyndist mestur í Póllandi, þar sem hann mældist 71 prósent. Í Austurríki mældist 65 prósent stuðningur, 53 prósent í Þýskalandi og 51 prósent á Ítalíu. Minnstur var stuðningurinn á Spáni og í Bretlandi, 47 og 41 prósent, en hvergi mældist andstaðan við slíkt bann meiri en 32 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00 Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56 Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15
Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 9. febrúar 2017 12:00
Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 12:56
Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum. 9. febrúar 2017 20:49