Ríkisstjórnin lýkur afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 11:30 Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á föstudag. vísir/eyþór Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira