Strákarnir áttu keppnina Elín Albertsdóttir skrifar 11. maí 2017 10:00 Helgi Ómarsson, fyrirsæta og ljósmyndari, er Eurovision-nörd og fylgdist að sjálfsögðu með keppninni í fyrrakvöld. Hann er tapsár og finnst súrt að Svala hafi dottið úr keppni. Helgi hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari og umboðsmaður hjá Elite Model Management Copenhagen í Danmörku, þar sem hann býr, og einnig hér á landi. Helgi hefur vakið mikla athygli í þáttunum Falleg íslensk heimili sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir. Þar fer hann sem álitsgjafi inn á íslensk heimili ásamt þeim Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt og Þóru Margréti Baldvinsdóttur, stílista og forsætisráðherrafrú. „Mér datt aldrei í hug að ég fengi svona rosalega mikil viðbrögð við þáttunum. Ég var meira að segja stoppaður úti á götu til að ræða þættina þegar ég kom til Íslands um daginn. Um 80% eru það góð viðbrögð en svo eru alltaf einhverjir sem skammast,“ segir Helgi og bætir við að þetta hafi verið stórskemmtilegt verkefni með frábæru fólki.Helgi er stórglæsileg fyrirsæta.Upphitun byrjar í febrúar Helgi er ekki óvanur því að gefa álit á hinu og þessu. Þegar hann er spurður út í Eurovision-undanúrslit á þriðjudagskvöldið svarar hann dapur í bragði: „Ég er rosalega tapsár og ekki sáttur við að Svala datt út. Ég er búinn að fylgjast mjög mikið með öllum fréttum um keppnina undanfarnar vikur, sömuleiðis hef ég hlustað á öll lögin og var búinn að mynda mér skoðanir á öllu varðandi keppnina. Ég er algjört jólabarn og byrja að hlusta á jólatónlist í lok október. Svo byrjar Eurovision-upphitun í febrúar. Ég hef ákveðið að fylgjast ekki svona mikið með á næsta ári, frekar láta keppnina sjálfa koma mér á óvart. Ég var með alltof miklar fyrirfram mótaðar hugmyndir auk þess sem ég litaðist af veðbönkum og fréttum. Venjulega læt ég ekki utanaðkomandi hafa áhrif á mitt val en það er öðruvísi í Eurovision.Með gæsahúð niður í boru Nú er búið að ákveða að Ítalía vinni keppnina – þá er það bara þannig. Ég var samt ekki í nokkrum vafa um að Svala færi áfram. Hún er 100% fagmaður. Mér finnst eins og við Íslendingar höfum ekki nægilegan stuðning hjá öðrum þjóðum í þessari keppni. Við eigum enga vini. Ég tek það mjög inn á mig, er sár og reiður,“ segir Helgi. „Ég var með gæsahúð niður í boru,“ bætir hann við hreinskilnislega. „Búningur Svölu var flottur, sviðsframkoman frábær og sviðið speglaðist af hvítum norðurljósum. Svala var líka einlæg og kærleiksrík í allri sinni framgöngu fyrir keppnina.“Með Svölu Björgvins. Helgi er mjög sár yfir að hún hafi ekki farið áfram.Þegar Helgi er spurður um búning Svölu í samanburði við önnur kvendress í keppninni, svarar hann: „Kjólarnir komu ekkert á óvart. Voru ófrumlegir. Það var eins og þessari belgísku söngkonu liði beinlínis illa í þessum svarta blúndukjól. Pólska söngkonan var í flegnum, hvítum glamúrkjól en söng mjög dramatískt lag, það passaði eiginlega ekki saman. Grikkland var hins vegar mjög flott. Söngkonan var glæsilega klædd og hafði yfir sér um leið grískt yfirbragð. Armenía var einnig töff.“Vandræðalegir kynnar „Strákarnir áttu þessa keppni, að mínu mati. Ég er mikill aðdáandi Isaiah frá Ástralíu. Hann var mjög flottur sömuleiðis, strákurinn frá Kýpur. Portúgalinn fannst mér töff en framkoman skrítin. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af laginu. Í heildina litið fannst mér standardinn á keppninni ekki það besta sem ég hef séð. Bæði Svíþjóð og Austurríki hafa gert þetta miklu betur. Kynnarnir voru glataðir, frekar mikið vandræðalegir og það vantaði konu í þeirra hóp,“ segir Helgi og er að velta því fyrir sér í fyrsta skipti hvort hann eigi að horfa á keppnina á laugardaginn. „Kannski ég fylgi Dönum og horfi,“ bætir hann svo við eftir stutta umhugsun.Módel fyrir íslensku hönnunina Inklaw.Fann kærasta í Köben Það eru fimm ár síðan Helgi flutti til kaupmannahafnar þar sem hann ætlaði að dvelja sumarlangt. „Ég kynntist manninum mínum, Kasper Kramer, hérna og þá varð ekki aftur snúið. Hann starfar í markaðsmálum hjá Magasin Du Nord. Mig langar svolítið að flytja heim, þarf að minnsta kosti að vera þar með annan fótinn. Ég er í hugmyndavinnu varðandi sjónvarpsþætti með Skot, framleiðslufyrirtæki. Það er áhugavert verkefni en er enn á teikniborðinu," segir hann. „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að vinna við þættina Falleg íslensk heimili og langar að gera meira fyrir sjónvarp. Þessi þættir fóru fram úr öllum væntingum og fá mjög gott áhorf. Þegar ég samþykkti að vera með í þessum þáttum ákvað ég að vera Paula Abdul, þessi jákvæða týpa. Ég vona að það verði gert framhald. Íslendingar eru alltaf forvitnir að sjá hvernig aðrir búa.“Helgi segir að Danir séu á margan hátt ólíkir Íslendingum. „Þeir eru miklir lífskúnstnerar. Danir kunna að njóta. Þeir eru hins vegar miklir tuðarar. Íslendingar eru miklu frjálslegri í samskiptum og láta málin ekki skipta sig svona miklu máli eins og Danir gera. Mér finnst gott að koma til Íslands og hlaða batteríin. Eftir nokkra mánuði hér er ég orðinn algjörlega bensínlaus og andinn kominn í óreglu. Í júní ætla ég að fara heim og halda upp á 26 ára afmælið mitt. Ég ætla að bjóða fullt af fólki sem ég þekki og baða mig í kærleiknum. Þetta verður eins konar ættarmót og alls konar gleði,“ segir Helgi. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Helgi Ómarsson, fyrirsæta og ljósmyndari, er Eurovision-nörd og fylgdist að sjálfsögðu með keppninni í fyrrakvöld. Hann er tapsár og finnst súrt að Svala hafi dottið úr keppni. Helgi hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari og umboðsmaður hjá Elite Model Management Copenhagen í Danmörku, þar sem hann býr, og einnig hér á landi. Helgi hefur vakið mikla athygli í þáttunum Falleg íslensk heimili sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir. Þar fer hann sem álitsgjafi inn á íslensk heimili ásamt þeim Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt og Þóru Margréti Baldvinsdóttur, stílista og forsætisráðherrafrú. „Mér datt aldrei í hug að ég fengi svona rosalega mikil viðbrögð við þáttunum. Ég var meira að segja stoppaður úti á götu til að ræða þættina þegar ég kom til Íslands um daginn. Um 80% eru það góð viðbrögð en svo eru alltaf einhverjir sem skammast,“ segir Helgi og bætir við að þetta hafi verið stórskemmtilegt verkefni með frábæru fólki.Helgi er stórglæsileg fyrirsæta.Upphitun byrjar í febrúar Helgi er ekki óvanur því að gefa álit á hinu og þessu. Þegar hann er spurður út í Eurovision-undanúrslit á þriðjudagskvöldið svarar hann dapur í bragði: „Ég er rosalega tapsár og ekki sáttur við að Svala datt út. Ég er búinn að fylgjast mjög mikið með öllum fréttum um keppnina undanfarnar vikur, sömuleiðis hef ég hlustað á öll lögin og var búinn að mynda mér skoðanir á öllu varðandi keppnina. Ég er algjört jólabarn og byrja að hlusta á jólatónlist í lok október. Svo byrjar Eurovision-upphitun í febrúar. Ég hef ákveðið að fylgjast ekki svona mikið með á næsta ári, frekar láta keppnina sjálfa koma mér á óvart. Ég var með alltof miklar fyrirfram mótaðar hugmyndir auk þess sem ég litaðist af veðbönkum og fréttum. Venjulega læt ég ekki utanaðkomandi hafa áhrif á mitt val en það er öðruvísi í Eurovision.Með gæsahúð niður í boru Nú er búið að ákveða að Ítalía vinni keppnina – þá er það bara þannig. Ég var samt ekki í nokkrum vafa um að Svala færi áfram. Hún er 100% fagmaður. Mér finnst eins og við Íslendingar höfum ekki nægilegan stuðning hjá öðrum þjóðum í þessari keppni. Við eigum enga vini. Ég tek það mjög inn á mig, er sár og reiður,“ segir Helgi. „Ég var með gæsahúð niður í boru,“ bætir hann við hreinskilnislega. „Búningur Svölu var flottur, sviðsframkoman frábær og sviðið speglaðist af hvítum norðurljósum. Svala var líka einlæg og kærleiksrík í allri sinni framgöngu fyrir keppnina.“Með Svölu Björgvins. Helgi er mjög sár yfir að hún hafi ekki farið áfram.Þegar Helgi er spurður um búning Svölu í samanburði við önnur kvendress í keppninni, svarar hann: „Kjólarnir komu ekkert á óvart. Voru ófrumlegir. Það var eins og þessari belgísku söngkonu liði beinlínis illa í þessum svarta blúndukjól. Pólska söngkonan var í flegnum, hvítum glamúrkjól en söng mjög dramatískt lag, það passaði eiginlega ekki saman. Grikkland var hins vegar mjög flott. Söngkonan var glæsilega klædd og hafði yfir sér um leið grískt yfirbragð. Armenía var einnig töff.“Vandræðalegir kynnar „Strákarnir áttu þessa keppni, að mínu mati. Ég er mikill aðdáandi Isaiah frá Ástralíu. Hann var mjög flottur sömuleiðis, strákurinn frá Kýpur. Portúgalinn fannst mér töff en framkoman skrítin. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af laginu. Í heildina litið fannst mér standardinn á keppninni ekki það besta sem ég hef séð. Bæði Svíþjóð og Austurríki hafa gert þetta miklu betur. Kynnarnir voru glataðir, frekar mikið vandræðalegir og það vantaði konu í þeirra hóp,“ segir Helgi og er að velta því fyrir sér í fyrsta skipti hvort hann eigi að horfa á keppnina á laugardaginn. „Kannski ég fylgi Dönum og horfi,“ bætir hann svo við eftir stutta umhugsun.Módel fyrir íslensku hönnunina Inklaw.Fann kærasta í Köben Það eru fimm ár síðan Helgi flutti til kaupmannahafnar þar sem hann ætlaði að dvelja sumarlangt. „Ég kynntist manninum mínum, Kasper Kramer, hérna og þá varð ekki aftur snúið. Hann starfar í markaðsmálum hjá Magasin Du Nord. Mig langar svolítið að flytja heim, þarf að minnsta kosti að vera þar með annan fótinn. Ég er í hugmyndavinnu varðandi sjónvarpsþætti með Skot, framleiðslufyrirtæki. Það er áhugavert verkefni en er enn á teikniborðinu," segir hann. „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að vinna við þættina Falleg íslensk heimili og langar að gera meira fyrir sjónvarp. Þessi þættir fóru fram úr öllum væntingum og fá mjög gott áhorf. Þegar ég samþykkti að vera með í þessum þáttum ákvað ég að vera Paula Abdul, þessi jákvæða týpa. Ég vona að það verði gert framhald. Íslendingar eru alltaf forvitnir að sjá hvernig aðrir búa.“Helgi segir að Danir séu á margan hátt ólíkir Íslendingum. „Þeir eru miklir lífskúnstnerar. Danir kunna að njóta. Þeir eru hins vegar miklir tuðarar. Íslendingar eru miklu frjálslegri í samskiptum og láta málin ekki skipta sig svona miklu máli eins og Danir gera. Mér finnst gott að koma til Íslands og hlaða batteríin. Eftir nokkra mánuði hér er ég orðinn algjörlega bensínlaus og andinn kominn í óreglu. Í júní ætla ég að fara heim og halda upp á 26 ára afmælið mitt. Ég ætla að bjóða fullt af fólki sem ég þekki og baða mig í kærleiknum. Þetta verður eins konar ættarmót og alls konar gleði,“ segir Helgi.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning