Gujo byggir upp grænlenska þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2017 21:30 Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo. Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo.
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15