Fæðingarstofa í Reykjavík Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:15 Hér eru ljósmæður Bjarkarinnar samankomnar í heita pottinum á nýju fæðingarstofunni – vatnslausum! Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur. Vísir/GVA Við vildum fjölga valkostum fyrir fæðandi konur. Ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar kvenna úti á landi eftir heimafæðingum í Reykjavík. Þær sóttust eftir þeirri samfelldu þjónustu sem við veitum. Svo kom líka í ljós að það var heilmikil þörf fyrir svona aðstöðu fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta segir Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir um fæðingarstofu Bjarkarinnar sem opnuð var fyrir fáum dögum í Síðumúla 10 og hún og Arney Þórarinsdóttir reka. Fyrsta barnið sem fæddist í fæðingarstofunni kom í heiminn aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Það var frumburður foreldra sinna. Þær hika sem sagt ekkert við að taka á móti þeim. „Nei, ef meðgangan er eðlileg og konan er hraust þá er ekkert því til fyrirstöðu. Við byggjum starf okkar á rannsóknum og vitum að útkoman er alveg jafn góð í heimafæðingum og á fæðingarheimilum eins og á spítölum. Jafn góð fyrir börnin og aðeins betri fyrir konurnar.“ Hrafnhildur og Arney hófu samstarf árið 2009, nýkomnar úr ljósmæðranámi. Þá stofnuðu þær Björkina ljósmæður og byrjuðu með fæðingarundirbúningsnámskeið, síðan bættust heimafæðingar við árið 2010 og eftirfylgni í sængurlegu heima. Fæðingarstofan er framhald af því. „Sums staðar er þröngt á heimilum, pör búa kannski heima hjá foreldrum annars þeirra eða nokkur pör saman og ekki er aðstaða til að fæða þar,“ lýsir Hrafnhildur og segir miðað við að tvær ljósmæður sinni hverri fjölskyldu frá 34. viku meðgöngu. Varla geta þó konur utan af landi dvalið hjá þeim vikum saman? „Nei, þær eru hjá ættingjum og vinum meðan þær dvelja hér syðra en hentar kannski ekki að fæða þar. Auðvitað væri æðislegt ef við værum með stað þar sem þær gætu dvalið. Hann kemur kannski seinna.“ Björkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands, að sögn Hrafnhildar. „Við sinnum bara hraustum konum sem eru í eðlilegri meðgöngu og okkur hefur gengið mjög vel. Stundum þurfum við að leita á Landspítalann og erum í góðu samstarfi við hann.“ Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Við vildum fjölga valkostum fyrir fæðandi konur. Ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar kvenna úti á landi eftir heimafæðingum í Reykjavík. Þær sóttust eftir þeirri samfelldu þjónustu sem við veitum. Svo kom líka í ljós að það var heilmikil þörf fyrir svona aðstöðu fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta segir Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir um fæðingarstofu Bjarkarinnar sem opnuð var fyrir fáum dögum í Síðumúla 10 og hún og Arney Þórarinsdóttir reka. Fyrsta barnið sem fæddist í fæðingarstofunni kom í heiminn aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Það var frumburður foreldra sinna. Þær hika sem sagt ekkert við að taka á móti þeim. „Nei, ef meðgangan er eðlileg og konan er hraust þá er ekkert því til fyrirstöðu. Við byggjum starf okkar á rannsóknum og vitum að útkoman er alveg jafn góð í heimafæðingum og á fæðingarheimilum eins og á spítölum. Jafn góð fyrir börnin og aðeins betri fyrir konurnar.“ Hrafnhildur og Arney hófu samstarf árið 2009, nýkomnar úr ljósmæðranámi. Þá stofnuðu þær Björkina ljósmæður og byrjuðu með fæðingarundirbúningsnámskeið, síðan bættust heimafæðingar við árið 2010 og eftirfylgni í sængurlegu heima. Fæðingarstofan er framhald af því. „Sums staðar er þröngt á heimilum, pör búa kannski heima hjá foreldrum annars þeirra eða nokkur pör saman og ekki er aðstaða til að fæða þar,“ lýsir Hrafnhildur og segir miðað við að tvær ljósmæður sinni hverri fjölskyldu frá 34. viku meðgöngu. Varla geta þó konur utan af landi dvalið hjá þeim vikum saman? „Nei, þær eru hjá ættingjum og vinum meðan þær dvelja hér syðra en hentar kannski ekki að fæða þar. Auðvitað væri æðislegt ef við værum með stað þar sem þær gætu dvalið. Hann kemur kannski seinna.“ Björkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands, að sögn Hrafnhildar. „Við sinnum bara hraustum konum sem eru í eðlilegri meðgöngu og okkur hefur gengið mjög vel. Stundum þurfum við að leita á Landspítalann og erum í góðu samstarfi við hann.“
Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira