Góðar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 11:30 Mótettukórinn og Alþjóðlega Barokksveitin í Hallgrímskirkju munu tjalda öllu sem til er á tvennum tónleikum sem framundan eru og fá til liðs við sig söngvara sem ekki eru af verri endanum. H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17. Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira
H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17.
Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira