Ég ræð ekkert við þetta Magnús Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 10:00 Sigtryggur Berg Sigmarsson myndlistarmaður opnar einkasýningu í Gallery Port við Laugaveg á laugardaginn. Visir/Eyþór Næstkomandi laugardag opnar Sigtryggur Berg Sigmarsson einkasýningu í Gallery Port við Laugaveg 23b. Titill sýningarinnar er En ég sé hlutina öðruvísi og sýnir Sigtryggur þar saman verk sem eru unnin á tveimur tímabilum en hann segir að eldri verkin séu frá þeim tíma þegar hann var búsettur í Gent í Belgíu.Teikningar eftir Sigtrygg frá Belgíu.„Ég bjó í Gent í ein þrjú ár og þar sýndi ég verk í Galerie Tatjana Pieters sem mig hefur lengi langað til þess að sýna hérna heima. Gent er gríðarlega falleg borg, gömul og ævintýraleg og meðan ég var þar þá fann ég að sem teiknari fékk ég allt annan og mjög ólíkan innblástur þeim sem ég fæ hérna heima. Ég fann líka að ég sá borgina með allt öðrum augum en heimamenn, verandi frá Íslandi, og þaðan kemur yfirskrift sýningarinnar. Þetta skilaði sér fljótlega inn í teikningarnar og ég fór að teikna, að því að mér fannst, mjög væmnar myndir. Það var ekkert sem ég réð við sérstaklega. Þetta kemur bara eins og það kemur og maður ræður ekkert við það sem maður gerir.“ Ásamt þessum verkum frá Belgíu er Sigtryggur einnig með nýrri myndir sem hann leggur einnig til sýningarinnar. „Ég hef verið að teikna mikið síðan ég kom til baka og hef tekið eftir að það er allt annar gír í þeim myndum. Það er meiri keyrsla og frjálsræði og einhvern veginn allt önnur tilfinning. Kannski er það einfaldlega vegna þess að þannig virkar bara þjóðfélagið hérna. Maður veit ekkert hvað er að fara að gerast á morgun, á meðan stöðugleikinn er meiri í Gent. Allt er varanlegra þar meðan allt er lausara í reipunum hér.“Teikning eftir Sigtrygg frá Reykjavík.Hvað varðar efnistök segir Sigtryggur að hann hafi þann háttinn á að vinna á miklum hraða. „Maður vill komast í eitthvert ákveðið ástand. Það er oft þannig að ég þarf að teikna tíu til fimmtán myndir til þess að fá þessa einu sem ég vil svo nota, þannig að þetta er ákveðið ferli. Stundum koma dagar þar sem maður getur teiknað kannski fimm myndir sem manni finnst allar nothæfar, góðar og gildar en ég ræð ekkert við þetta. Það er oft tónlist sem leiðir mig áfram enda er vinnustofan mín alveg útsýnislaus. Þess vegna snýst þetta alfarið um hugarheiminn og þetta ástand sem ég næ að koma mér í. Þar kemur tónlistin sterk inn, þeir Beethoven, Bach og Brahms. Ég bara set B-in þrjú á fullt og þeir félagar sjá um að keyra mig inn í þetta teikningu eftir teikningu.“ Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstkomandi laugardag opnar Sigtryggur Berg Sigmarsson einkasýningu í Gallery Port við Laugaveg 23b. Titill sýningarinnar er En ég sé hlutina öðruvísi og sýnir Sigtryggur þar saman verk sem eru unnin á tveimur tímabilum en hann segir að eldri verkin séu frá þeim tíma þegar hann var búsettur í Gent í Belgíu.Teikningar eftir Sigtrygg frá Belgíu.„Ég bjó í Gent í ein þrjú ár og þar sýndi ég verk í Galerie Tatjana Pieters sem mig hefur lengi langað til þess að sýna hérna heima. Gent er gríðarlega falleg borg, gömul og ævintýraleg og meðan ég var þar þá fann ég að sem teiknari fékk ég allt annan og mjög ólíkan innblástur þeim sem ég fæ hérna heima. Ég fann líka að ég sá borgina með allt öðrum augum en heimamenn, verandi frá Íslandi, og þaðan kemur yfirskrift sýningarinnar. Þetta skilaði sér fljótlega inn í teikningarnar og ég fór að teikna, að því að mér fannst, mjög væmnar myndir. Það var ekkert sem ég réð við sérstaklega. Þetta kemur bara eins og það kemur og maður ræður ekkert við það sem maður gerir.“ Ásamt þessum verkum frá Belgíu er Sigtryggur einnig með nýrri myndir sem hann leggur einnig til sýningarinnar. „Ég hef verið að teikna mikið síðan ég kom til baka og hef tekið eftir að það er allt annar gír í þeim myndum. Það er meiri keyrsla og frjálsræði og einhvern veginn allt önnur tilfinning. Kannski er það einfaldlega vegna þess að þannig virkar bara þjóðfélagið hérna. Maður veit ekkert hvað er að fara að gerast á morgun, á meðan stöðugleikinn er meiri í Gent. Allt er varanlegra þar meðan allt er lausara í reipunum hér.“Teikning eftir Sigtrygg frá Reykjavík.Hvað varðar efnistök segir Sigtryggur að hann hafi þann háttinn á að vinna á miklum hraða. „Maður vill komast í eitthvert ákveðið ástand. Það er oft þannig að ég þarf að teikna tíu til fimmtán myndir til þess að fá þessa einu sem ég vil svo nota, þannig að þetta er ákveðið ferli. Stundum koma dagar þar sem maður getur teiknað kannski fimm myndir sem manni finnst allar nothæfar, góðar og gildar en ég ræð ekkert við þetta. Það er oft tónlist sem leiðir mig áfram enda er vinnustofan mín alveg útsýnislaus. Þess vegna snýst þetta alfarið um hugarheiminn og þetta ástand sem ég næ að koma mér í. Þar kemur tónlistin sterk inn, þeir Beethoven, Bach og Brahms. Ég bara set B-in þrjú á fullt og þeir félagar sjá um að keyra mig inn í þetta teikningu eftir teikningu.“
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira