Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2017 13:45 Berglindi Häsler er ómyrk í máli en hún segir skelfilegt að hlusta á stjórnmálamenn lofa vegabótum en svo er það allt slegið út af borðinu. Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim. Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í dag klukkan 17 verður þjóðvegi 1 um Berufjarðarbotn lokað. Þannig vilja íbúar á Suð-Austurlandi mótmæla harðlega fyrirhuguðum niðurskurði til samgöngumála. Er þetta í annað skipti sem hringveginum er lokað á þessum stað. Tvöhundruð manns á sextíu bílum tóku þá þátt í mótmælunum sem fram fór á sunnudaginn.Íbúar lýsa yfir neyðarástandi Vísir ræddi við einn aðstandenda mótmæla, Berglindi Häsler, bónda á Karlsstöðum og hún er ómyrk í máli. „Það er ekki endalaust hægt að láta vaða yfir sig. Við erum orðin langþreytt á aðgerðarleysi í vegabótum. Þetta er neyðarástand. Stórhættulegt, þessi kafli og reyndar margir aðrir,“ segir Berglind. Hún vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Segir fólk hafa gert ráð fyrir þessu. Og það þýði ekkert að slá það allt út af borðinu, og vilja finna aðrar lausnir þegar búið var að segja að af þessu yrði.Sjá einnig: Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ „Við í Berufjarðarbotni erum ennþá á 5. áratugnum. Einhver sem póstaði því á netið þegar einbreiða brúin hér var byggð um miðja síðustu öld. Þá var sett þarna ný brú. Uppá þetta er okkur boðið og það sér það hver vitiborinn maður að þetta er ekki í lagi.“Hræsnisfullt tal stjórnmálamanna Berglind furðar sig á þeim málflutningi að vilja stæra sig af hagvexti og hagsæld en svo eru ekki til peningar fyrir malbikun á kafla hringvegarins. „Hvaða djók er þetta? Erum við ekki þjóð? Menn að monta sig af hagsæld, vilja rífa þetta upp í kosningabaráttunni, innviðina, en 75 dögum síðar eru engir peningar til og við neyðumst til að setja upp vegatolla. Þetta heldur engu vatni. Ég held enn í vonina að þau finni lausn á þessu máli og dragi þetta allt til baka. Mér finnst að það eigi að standa við allar þessar framkvæmdir sem búið var að lofa. Það er engin önnur lausn í boði. Ef þarf að fara í einhverja tekjuöflun og eyrnamerkja þessu, þá er það alveg hægt. Annað eins hefur nú verið gert, Guð minn góður.“Býst við samstöðu flutningabílstjóra Berglind segir að síðustu mótmæli hafi tekist vel en betur megi ef duga skal. Þá hafi meðal annars komið bóndi úr Eyjafirði sem sagðist hálftíhvoru skammast sín fyrir Vaðlaheiðargöng, komin 3 milljarða yfir áætlun, meðan enn væri malarvegur í Berufirði. Mótmælin þá voru á sunnudegi en nú er gert ráð fyrir meiri umferð. „Flutningabílarnir eru til dæmis á ferðinni. Sumir óttast að þetta bitni á einhverjum, en allar aðgerðir bitna á einhverjum,“ segir Berglind sem býst við samstöðu flutningabílstjóra, þetta ófremdarástand bitni ekki síst á þeim.
Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00